Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 68
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 68 TMM 2014 · 2 það kvikmyndahús, bíómyndir og skyndikynlíf sem mynda kjarnann í lífi drengsins. Tengsl hans við fyrri kynslóðir og annað fólk eru í lágmarki, hann elst upp hjá langömmusystur sinni en með henni á hann lítið sameiginlegt annað en sígarettureykingar. Máni Steinn er utangarðsmaður í samfélagi sögunnar enda felst von hans um lífshamingju í því að komast burt, nánar tiltekið eru það fulltrúar evrópskrar framúrstefnu í listum og nýs frjálslyndis í ástum sem verða til þess að frelsa hann úr viðjum smábæjarlífsins og gefa honum ný tækifæri. Rétt eins og í Skugga-Baldri felst von sögunnar í hinni evrópsku heimsmenningu sem sumar persónanna fá nasasjón af og gefur smælingjunum von um mannsæmandi líf. Síðasta bókin sem hér verður gerð að umtalsefni er, ásamt Mánasteini, sú skáldsaga sem undirrituðum finnst rísa hæst í útgáfu síðasta árs. En hún birtir líka með skýrari hætti en margar aðrar bækur síðustu ára vilja til að greina og breyta viðhorfum til stöðu kynjanna, til að opna augu lesenda fyrir því misrétti sem blasir við í samfélaginu. Þetta er nýjasta skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur. Þar er sögð saga ættar sem á uppruna sinn austur á Norðfirði og þó einkum eins lauks þeirrar ættar, rithöfundarins og bókaútgefandans Ara. Ari er alinn upp í Keflavík, „svartasta stað á Íslandi“, þar sem höfuðátt- irnar eru þrjár, „vindurinn, hafið og eilífðin“. Öðrum þræði er þetta upp- vaxtarsaga Ara en um leið breið ættarsaga og tímaplönin í henni eru mörg. við fylgjumst með unglingsárum Ara og hjónabandsvandræðum hans í nútímanum en jafnframt er sögð saga ættingja hans á Norðfirði og í Keflavík eftir að stór hluti fjölskyldunnar er fluttur þangað. Fortíðarkaflarnir eru margir hverjir gullfallegir en jafnframt átakanlegir, ekki síst ástarsaga afa hans og ömmu, skipstjórans og útgerðamannsins Odds og eiginkonu hans Margrétar. Jón Kalman heldur áfram að gera tilraunir með frásagnaraðferð líkt og í síðustu bókum sínum. Sagan er sögð af sögumanni sem stendur Ara nærri en er annars nokkuð dularfull persóna. Kannski er hann hliðarsjálf Ara sjálfs. Hann á það til að tala í fleirtölu og minnir þá mjög á sögumannsröddina í vestfjarðaþríleik Jóns Kalmans sem hófst með Himnaríki og helvíti. Á hinn bóginn virðist hann hafa upplifað allt það sem Ari hefur reynt á lífsleiðinni en um hann sjálfan og líf hans vitum við ekki neitt. Hann kallar sig „sálu- félaga“ Ara og „tvíburasál“ (55), og stundum, ekki síst í einum afdrifaríkasta kafla sögunnar, virðast þeir vera einn maður (302–4). Þessi frásagnaraðferð hefur valdið mér miklum heilabrotum en kannski er of snemmt að fullyrða hvernig í pottinn er búið fyrr en boðað framhald bókarinnar lítur dagsins ljós. Hinn dularfulli sögumaður á það sameiginlegt með sögumönnum fyrri bóka Jóns Kalmans að hann á það til að bresta í vangaveltur um lífið og dauðann, um sögur og örlög í nútíð og fortíð. Rétt eins og í fyrri bókum Jóns dansa þessar vangaveltur oft og tíðum á mörkum tilfinningaseminnar. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.