Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 68
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n
68 TMM 2014 · 2
það kvikmyndahús, bíómyndir og skyndikynlíf sem mynda kjarnann í lífi
drengsins. Tengsl hans við fyrri kynslóðir og annað fólk eru í lágmarki, hann
elst upp hjá langömmusystur sinni en með henni á hann lítið sameiginlegt
annað en sígarettureykingar. Máni Steinn er utangarðsmaður í samfélagi
sögunnar enda felst von hans um lífshamingju í því að komast burt, nánar
tiltekið eru það fulltrúar evrópskrar framúrstefnu í listum og nýs frjálslyndis
í ástum sem verða til þess að frelsa hann úr viðjum smábæjarlífsins og gefa
honum ný tækifæri. Rétt eins og í Skugga-Baldri felst von sögunnar í hinni
evrópsku heimsmenningu sem sumar persónanna fá nasasjón af og gefur
smælingjunum von um mannsæmandi líf.
Síðasta bókin sem hér verður gerð að umtalsefni er, ásamt Mánasteini, sú
skáldsaga sem undirrituðum finnst rísa hæst í útgáfu síðasta árs. En hún
birtir líka með skýrari hætti en margar aðrar bækur síðustu ára vilja til að
greina og breyta viðhorfum til stöðu kynjanna, til að opna augu lesenda fyrir
því misrétti sem blasir við í samfélaginu.
Þetta er nýjasta skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga
fætur. Þar er sögð saga ættar sem á uppruna sinn austur á Norðfirði og þó
einkum eins lauks þeirrar ættar, rithöfundarins og bókaútgefandans Ara.
Ari er alinn upp í Keflavík, „svartasta stað á Íslandi“, þar sem höfuðátt-
irnar eru þrjár, „vindurinn, hafið og eilífðin“. Öðrum þræði er þetta upp-
vaxtarsaga Ara en um leið breið ættarsaga og tímaplönin í henni eru mörg.
við fylgjumst með unglingsárum Ara og hjónabandsvandræðum hans í
nútímanum en jafnframt er sögð saga ættingja hans á Norðfirði og í Keflavík
eftir að stór hluti fjölskyldunnar er fluttur þangað. Fortíðarkaflarnir eru
margir hverjir gullfallegir en jafnframt átakanlegir, ekki síst ástarsaga afa
hans og ömmu, skipstjórans og útgerðamannsins Odds og eiginkonu hans
Margrétar.
Jón Kalman heldur áfram að gera tilraunir með frásagnaraðferð líkt og í
síðustu bókum sínum. Sagan er sögð af sögumanni sem stendur Ara nærri en
er annars nokkuð dularfull persóna. Kannski er hann hliðarsjálf Ara sjálfs.
Hann á það til að tala í fleirtölu og minnir þá mjög á sögumannsröddina í
vestfjarðaþríleik Jóns Kalmans sem hófst með Himnaríki og helvíti. Á hinn
bóginn virðist hann hafa upplifað allt það sem Ari hefur reynt á lífsleiðinni
en um hann sjálfan og líf hans vitum við ekki neitt. Hann kallar sig „sálu-
félaga“ Ara og „tvíburasál“ (55), og stundum, ekki síst í einum afdrifaríkasta
kafla sögunnar, virðast þeir vera einn maður (302–4). Þessi frásagnaraðferð
hefur valdið mér miklum heilabrotum en kannski er of snemmt að fullyrða
hvernig í pottinn er búið fyrr en boðað framhald bókarinnar lítur dagsins
ljós.
Hinn dularfulli sögumaður á það sameiginlegt með sögumönnum fyrri
bóka Jóns Kalmans að hann á það til að bresta í vangaveltur um lífið og
dauðann, um sögur og örlög í nútíð og fortíð. Rétt eins og í fyrri bókum Jóns
dansa þessar vangaveltur oft og tíðum á mörkum tilfinningaseminnar. Það