Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 90
R e y n i r A x e l s s o n 90 TMM 2014 · 2 hringurinn er án efa frægasta listaverk sem byggist að miklu leyti á íslenzkum bókmenntaarfi. Að svo sé hefur aldrei verið neitt leyndarmál, því að Wagner lýsti mikilvægustu heimildum sínum sjálfur. En vegna þess orðspors sem fer með réttu eða röngu af Wagner sem öfgafullum þýzkum þjóðernissinna virðist það vera algeng skoðun erlendis að efni Niflungahringsins sé einungis sótt í fornar þýzkar bókmenntir, einkum og sér í lagi í Niflungakvæðið, sem er frá því einhverntíma á áratugunum kringum 1200. Það er mikill mis- skilningur. Þótt eitthvað örlítið af efnivið Hringsins sé sótt í Niflungakvæðið er meirihlutinn fenginn úr íslenzkum heimildum: Samkvæmt talningu Árna Björnssonar eru fjórir fimmtu af „aðfengnum minnum“ í Niflungahringnum úr íslenzkum bókmenntum einum, einn sjötti er sameiginlegur þýzkum og íslenzkum fyrirmyndum, og aðeins einn tuttugasti úr þýzkum bókmenntum einum.3 Ennfremur verður varla um það deilt að vinsældir Wagners hafa aldrei verið meiri en nú, og þær fara vaxandi: Á nítjándu öld og langt fram eftir þeirri tuttugustu gat ekki hver sem vera skal hlustað á Wagner-óperu í heild. Til þess þurfti að búa í borg með óperuhúsi sem hafði burði til að setja slíka óperu á svið, eða þá að skipuleggja ferð til slíkrar borgar. En eftir að breið- skífan kom til sögunnar upp úr 1950 gátu æ fleiri leyft sér að hlusta á óperur Wagners, og það oftar en einu sinni, sem er bráðnauðsynlegt til að átta sig almennilega á þeim, og nú má líka horfa á þær af mynddiskum og sjá þær og heyra í kvikmyndahúsum í beinni útsendingu frá frægum óperuhúsum. Það er dýrt að flytja Wagner-óperu. Ný uppsetning Niflungahringsins taldist jafnan til tíðinda. En nú keppast óperuhús um víða veröld við að setja hann á svið. Á afmælisárinu var hann fluttur meira en fjörutíu sinnum víðs vegar um heiminn, og það er slegizt um miðana. Biðlistar eftir miðum á atburði sumarhátíðarinnar í Bayreuth, þar sem verk Wagners eru flutt í húsinu sem hann lét teikna eftir sinni forskrift og byggja sérstaklega til að láta flytja þar verk sín, eru það langir að biðtíminn er að sögn nálægt tíu árum. En hvað getur það þá verið sem gerir Wagner umdeildan? Svarið er einfalt: Adolf Hitler. Óvinir, vinir og aðdáendur Ítalski rithöfundurinn og fræðimaðurinn Umberto Eco segir frá því í nýlegu ritgerðasafni sínu4 að fyrir einhverjum árum hafi hann lent í samræðum við leigubílstjóra í New York. Bílstjórinn var frá Pakistan og vildi vita hvaðan Eco kæmi. Hann sagðist koma frá Ítalíu. Bílstjórinn vildi vita hve margt fólk byggi þar og varð hissa þegar hann frétti hve fáir það væru og að tungumál þeirra væri ekki enska. Síðan spurði hann: Og hverjir eru óvinir ykkar? Þegar Eco hváði útskýrði bílstjórinn að hann vildi vita hvaða þjóð það væri sem Ítalir hefðu barizt við í aldanna rás, sem þeir ættu við að etja í stöðugum þjóðernisríg og landamæraátökum, hverjir væru stöðugt að drepa Ítali og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.