Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 22
U n n u r B i r n a K a r l s d ó t t i r 22 TMM 2014 · 2 til að friða stór svæði á hálendinu. Það er ekki nóg, benti hann á, að friða stakar náttúruminjar eða afmarkaða staði heldur er það heildin sem skiptir máli og hann vonaði að mönnum lærðist það á Íslandi áður en það yrði of seint. Í því sambandi ítrekaði hann þýðingu þess að stofna þjóðgarða til verndar óbyggðunum því þar sé vistkerfi og náttúrugert landslag einna best varðveitt. Hann benti í því sambandi, eins og svo margir aðrir á árunum í kringum 2000, hversu einstætt tækifæri Íslendingar höfðu þá til að stofna víðlendasta hálendisþjóðgarð í Evrópu norðan vatnajökuls, þar sem nú er komið Hálslón og fleiri lón og mannvirki og heildarmynd víðernanna rofin.5 Náttúruvernd undir merkjum djúpsærrar umhverfissýnar Það sem gerir náttúruverndarbaráttu Guðmundar Páls svo djúpsæja er að hann kennir okkur ekki aðeins svo margt um náttúru landsins heldur beinir líka sjónum okkar að manninum í tengslum við náttúruna. Hann dregur inn í umræðuna þá þætti sem skapa samband manns og náttúru sem menn hafa viljað ógilda sem rök í umræðu um verndargildi náttúru, þ.e. hin svonefndu huglægu rök eins og þau hafa kallast, og þá oft í þeim gildishlaðna tilgangi að stilla þeim upp sem órökvísum og þar eð ómarktækum í samanburði við eitthvað sem menn kalla hlutlæg rök og staðhæfa að séu þar eð skyn- samleg. Þessu tvennu var ætíð stillt upp af talsmönnum virkjanagerðar í virkjunardeilum síðustu ára og áratuga sem andstæðum þar sem hið hlut- læga merkti að hafa skynsemina svokölluðu að leiðarljósi í sambúð manns og náttúru. Það þýddi ekki að láta stjórnast af tilfinningum til landslags, sögðu þeir sem studdu og töluðu fyrir virkjanaframkvæmdum.6 Þessa flötu þrætubókarnálgun afbyggði Guðmundur Páll sem haldbær rök í málinu. Það væri ekki hægt að aðskilja manninn frá tilfinningum, ekki í tengslum við náttúruna frekar en neitt annað manninum viðkomandi. Eða eins og hann orðaði það „Tilfinningar gagnvart náttúrunni eru ekki aðeins eðlilegar og sjálfsagðar. Þær eru dýpstu rök mannsins í sambúð við hana. Í eðli sínu er tilfinningasambandið ekki ósvipað tengslum barns við móður, foreldra eða ástvini. Rofni þetta samband hættir maðurinn að vera varkár, hann fer um land sitt á öðrum forsendum; verður tillitslaus og umhverfinu varhugaverður eða skaðlegur. Tilfinningasemi gagnvart náttúrunni er dyggð en ekki löstur. Hún er innbyggð og inngróin nærgætni gagnvart landi og þjóð.“ Hið sama ætti við um fegurðarskynið, sagði hann. Fegurðarskynið er sívakandi, ævinlega að meta það sem fyrir augu ber, hvort sem það er manngert eða náttúrusmíð. Fegurðarskyn er ein kveikjan í nánu sambandi manns og náttúru. við nálgumst hana, upplifum og metum í gegnum fegurðarskynið, sem á þann hátt eykur innsýn okkar í náttúruna, fær okkur til að horfa á hana og taka afstöðu til hennar. Fegurðarskynið knýr okkur til að horfa eftir fegurð náttúrunnar, af því að við þurfum á henni að halda,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.