Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 76
S i g r í ð u r D ú n a K r i s t m u n d s d ó t t i r 76 TMM 2014 · 2 en hún hafði það verkefni að ráðast með vopnum að leiðtogum aðskiln- aðarstefnunnar og lögreglunni. Einnig skyldi hún vinna skemmdarverk og sprengja upp stjórnarstofnanir, verksmiðjur, orkuver og fleira sem var undirstaða efnhagslífsins. Fyrsti yfirmaður þessarar hernaðardeildar var Nelson Mandela og var hann umsvifalaust settur á skrá yfir eftir- lýsta hryðjuverkamenn, einnig utan Suður-Afríku, eins og í Bretlandi og Bandaríkjunum. Árið 1962 var hann handtekinn og dæmur í ævilangt fangelsi á Robin-eyju ásamt Walter Sisulu og fleiri forystumönnum Afríska þjóðarráðsins. Hófst þá fangavistin langa. Mandela var ekki tekinn af skrá Bandaríkjamanna yfir hryðjuverkamenn fyrr en árið 2008. Ég var þá í Suður-Afríku og þótti mér eftirtektarvert hversu litla athygli þetta vakti þar, menn eins og ypptu öxlum. Sennilega myndum við líka yppta öxlum ef stjórnvöld einhvers ríkis tækju Jesú Krist af skrá yfir hryðjuverkamenn. Friðarhöfðinginn Fangarnir voru tryggilega geymdir í fangelsi sínu á Robin-eyju næstu áratugi, en þegar kom fram undir 1990 varð ljóst að aðskilnaðarstjórnin gat ekki haldið stefnu sinni óbreyttri mikið lengur. viðskiptabönn voru við að leggja efnhaginn í rúst, ríkið var fyrirlitið og einangrað á alþjóða- vettvangi og ástandið heima fyrir þróaðist hratt í átt að borgarastyrjöld. Afríska þjóðarráðið notaði hvert tækifæri til að hvetja fólk til uppreisna gegn stjórnvöldum og blóðsúthellingar voru daglegt brauð. Árið 1986 var neyðar- ástandi lýst yfir í landinu Og þá beindust augu manna að fanganum á Robin-eyju sem þegar var orðinn að tákni fyrir réttlæti og frelsi, jafnt heima fyrir sem á alþjóðavísu. Leynileg samskipti hófust á milli Mandela og stjórnvalda en þau voru hvorki sjálfgefin né auðveld. Stjórnvöld voru hikandi og úrræðalaus og Afríska þjóðarráðið var á móti öllum friðsamlegum samskiptum við óvininn. Ef til vill var það stærsta afrek Nelson Mandela að halda sínu striki á þessum tíma; tala við stjórnvöld og sannfæra Afríska þjóðarráðið um að samningar væru eina færa leiðin. Þegar hér var komið sögu var gamli stríðsmaðurinn orðinn þess fullviss að ef ætti að forðast frekari blóðsúthellingar og hörmungar yrðu stríðandi aðilar að tala saman. Það var þó ekki fyrr en í ágúst 1989 þegar de Klerk tók við af P.W. Botha sem formaður Þjóðarflokksins og forseti landsins sem hreyfing komst á málin. Mandela segir í endurminningum sínum að de Klerk hafi ekki verið neinn hugsjónamaður heldur hafi hann fyrst og fremst verið pragmatisti eða raunsæismaður sem kunni að haga seglum eftir vindi. Hann segir einnig að hann hafi hlustað agndofa á þingsetningarræðu de Klerk í febrúar 1990 þegar de Klerk hafi í raun hafið afnám aðskilnaðarstefnunnar og lagt grunn- inn að lýðræði í Suður-Afríku. Í ræðunni tilkynnti de Klerk að banninu á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.