Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 119
R i c h a r d Wa g n e r o g g y ð i n g a r
TMM 2014 · 2 119
er varla unnt að efast um að persóna Beckmessers lætur í ljós andgyðinglega
staðalímynd Wagners af gyðinglegum listamönnum og gyðinglegri tónlist.“58
Þessari fullyrðingu fylgir svo tilvitnun í bók Weiners. Það dettur ekki öllum
í hug að grafast þurfi djúpt fyrir um hvað er hæft í rökum fræðimanna, hvað
þá þeirra sem skrifa „beztu bókina í hugvísindum“ eitthvert árið. Ég held það
sé vel við hæfi að enda þessa lesningu á tilvitnun í orð annars afmælisbarns
síðasta árs, Árna Magnússonar, fræðimanns og handritasafnara, en á síðasta
ári voru 350 ár liðin frá fæðingu hans. Þau orð komu mér oft í hug þegar
ég var að lesa mér til um þetta efni, eins og svo oft áður á lífsleiðinni: „Svo
geingur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gáng, og aðrir leitast
síðan við að útryðja aptur þeim sömu erroribus. Hafa svo hverir tveggju
nockuð að iðja.“59
Tilvísanir
1 Wilhelm Tappert: Ein Wagner-Lexicon. Wörterbuch der Unhöflichkeit enthaltend grobe, höhnende,
gehässige und verläumderische Ausdrücke welche gegen den Meister Richard Wagner, seine Werke
und seine Anhänger von den Feinden und Spöttern gebraucht worden sind. Leipzig, 1877.
2 Sjá t.d. Nicolas Slonimsky: Lexicon of Musical Invective. Critical Assaults on Composers since
Beethoven’s Time, 2. útgáfa. New York, 1965.
3 Árni Björnsson: Wagner og Völsungar. Niflungahringurinn og íslenskar fornbókmenntir.
Reykjavík, 2000, bls. 193.
4 Umberto Eco: Construire il nemico e altri scritti occasionali, Milano, 2011. Hér er farið eftir
enskri þýðingu: Inventing the enemy and other occasional writings, London 2012.
5 Það mun eiga að vera „gyðinglegt sjálfshatur“: Rose vísar hér í bókina Jewish Self-Hatred:
Anti-Semitism and the Hidden Language of the Jews (Baltimore, 1986) eftir Sander L. Gilman.
Aðra sýn á hugtakið má hins vegar finna hjá Paul Reitter: On the Origins of Jewish Self-Hatred,
Princeton, N. J., 2012.
6 Laurence Dreyfus: „Hermann Levi’s shame and Parsifal’s guilt: A critique of essentialism in
biography and criticism.“ Cambridge Opera Journal 6, 2 (1994), bls. 125–145.
7 Ég hef einungis haft uppi á ensku þýðingunni (Wagner’s Hitler: the Prophet and His Disciple,
Cambridge, 2000), og þessar tölur eiga við hana.
8 Samkvæmt Daniel Dennis: „Crying “Wolf“? A Review Essay on Recent Wagner Literature“,
German Studies Review 24, nr. 1, 2001, 145–158; bls. 147, hefur meðferð Köhlers á tilvitnunum
verið kölluð „Zitatenverknüpfungstechnik“ sem mætti þýða „tilvitnanasamskeytingatækni“.
9 Nr. 14, 30.3.13, bls. 112–120.
10 Bókin kom fyrst út á frönsku í desember árið 1939 í París og í sama mánuði á ensku í Lund-
únum. Fyrsta þýzka útgáfan kom út í janúar 1940 í Sviss. Það ár kom bókin líka út á íslenzku
í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar og nefndist Hitler talar: nokkur samtöl við Adolf Hitler um
stefnu hans og markmið, Reykjavík, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, 1940.
11 Adolf Hitler, mein Jugendfreund, Graz, 1953.
12 Jonas Karlsson: Richard Wagner and the Rise of German Anti-Semitism. UMI Dissertation
Publishing, ProQuest, Ann Arbor, MI, 2012.
13 Franz Jetzinger: Hitlers Jugend: Phantasien, Lügen – und die Wahrheit. vín, 1956.
14 Richard Wagner and the Rise of German Antisemitism, bls. 5–6.
15 Joseph Arthur Comte de Gobineau: Essai sur l’inégalité des races humaines, I–Iv, París, 1853–
55.
16 Einkum skáldrit. Ítarlega frásögn um samskipti Wagners og Gobineaus má lesa hjá Éric
Eugène: Wagner et Gobineau. Existe-t-il un racisme wagnérien? Paris, 1998.
17 Richard Wagner Gesammelte Schriften und Dichtungen. Zehnter Band. Leipzig, 1883, bls.
351–362.