Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 124
G u ð m u n d u r J . G u ð m u n d s s o n 124 TMM 2014 · 2 Moskvusinnaði Kommúnistaflokkur Grikklands KKE og hefði svo ævinlega verið þegar Grikkir bjuggu við lýðræðisstjórn. „Þess vegna er bærinn svona snyrtilegur,“ bætti hann við, „því öll félagsleg þjónusta er ávallt í lagi þar sem grískir kommúnistar ráða ríkjum því þeir eru óspilltir, munur eða aðrir stjórnmálamenn og flokkar.“ Seinna fréttum við reyndar að í ýmsum auð- mannahverfum væru kommúnistar kosnir til trúnaðarstarfa í bæjarfélaginu því auðmennirnir vildu að nærþjónustan væri í lagi þótt þeir stælu öllu steini léttara annars staðar ef þeim gafst færi á. við lauslega athugun kom reyndar í ljós að Elefsis er mjög snyrtilegur bær og hafði ekki það draslara yfirbragð sem allt of oft vill einkenna gríska bæi. Hitt er svo annað mál að við fréttum seinna að Elefsis og nágrenni væri eitt mengaðasta svæði Grikklands vegna þungaiðnaðarins sem þar er staðsettur en það var ekki Kommúnistaflokknum að kenna. Skyndilega var flautað og þarna var strætisvagninn okkar kominn. við borguðum reikninginn í skyndingu og stukkum upp í vagninn og gáfum í skyn að við vildum fara til Dafni. Bílstjórinn klóraði sér dálítið í kollinum en þar sem alkunna er að túristar eru brjálaðir gerði hann enga athugasemd. Í vagninum voru nokkrir Grikkir. Einn þeirra var með poka af kartöflum eða öðrum rótarávöxtum og aftast var maður með geit og gerði hún ýmsar athugasemdir á leiðinni, ef til vill við aksturslag bílstjórans. við stigum út við Dafni og gengum niður að klaustrinu. En nú kom babb í bátinn. Kirkjan var lokuð því klaustrið hafði skemmst í jarðskjálfta nokkru áður, viðgerð var ekki lokið og því var ekki búið að opna á ný. við stóðum þarna eins og þvörur. Síðskeggjaður munkur kom út úr húsi skammt frá og sendi okkur, trúvillingunum sem þarna stóðum, augnaráð sem dómari við spænska rannsóknarréttinn hefði verið fullsæmdur af. við gengum aftur upp á stoppistöð og þótti illt til þess að vita að þurfa að bíða þarna í tvo klukkutíma eftir næsta vagni. En viti menn kom ekki blár strætisvagn skröltandi út úr hitamóðunni og stoppaði. Þarna var greinilega biðstöð fyrir fleiri vagna en þann frá Elefsis. „Aþena?“ spurðum við bílstjórann, grann- vaxinn snaggaralegan náunga og hann kinkaði kolli. En nú fór í verra. við áttum ekki nóg klink í strætó og bílstjórinn gat ekki skipt seðlinum sem við vorum með. Nú voru góð ráð rándýr en bílstjórinn, sem líklega var afkomandi hins ráðagóða Odysseifs, var fljótur að finna lausn. Hann benti okkur á vörubíl sem stóð hinum megin við götuna, hlaðinn fagurgrænum vatnsmelónum. Ég vippaði mér yfir götuna og festi kaup á vatnsmelónu fyrir seðilinn. Melónubóndinn vissi nákvæmlega hvað hékk á spýtunni og dró fram einhverja þá stærstu vatnsmelónu sem ég hef augum litið og neyddi mig til að kaupa hana. Með flykkið í fanginu fór ég aftur inn í strætisvagninn og nú áttum við nóg af klinki til að komast alla leið aftur til voulíakmeni þar sem við bjuggum. Ég gjóaði augunum kringum mig til að athuga hvort ég yrði mér nokkuð til háborinnar skammar fyrir melónuburðinn en enginn virtist veita þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.