Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 67
K y n l e g a r s ö g u r TMM 2014 · 2 67 valdalitlu samfélagi, þjakaðir af smáþjóðarmetnaði og minnimáttarkennd. Lýsing sögunnar á þessum heimi er áhugaverð söguleg greining en í henni má líka finna frábærlega dregnar myndir af eftirminnilegum persónum Íslandssögunnar. Sitthvað er kunnuglegt í kynjaumræðu þeirra skáldsagna sem komu út á síðasta ári en annað hefði verið óhugsandi fyrir áratug eða svo. Opinská skáldsaga Sjóns um samkynhneigðan sextán ára pilt sem selur eldri mönnum blíðu sína í Reykjavík árið 1918 hefði einhvern tíma vakið hneykslun og deilur. Slík viðbrögð hafa ekki komið fram opinberlega enn þótt heyrst hafi af lesendum sem opnað hafa bókina, lesið fyrstu síðuna og afskrifað hana sem klám, eða það sem verra er, sögu sem upphefur misnotkun. Sagan gefur raunar upp fleiri bolta sem ekki hafa verið gripnir ennþá en gætu valdið mörgum vanda. Spurningin um það hvort í aðalpersónunni Mána Steini sé komin birtingarmynd þeirrar staðalmyndar sem kölluð er „hamingjusama hóran“ er einn slíkur vandi. Hvað sem því líður er Mánasteinn Sjóns mikil völundarsmíð og minnir meira á meistaraverkið Skugga-Baldur en aðrar bækur hans. Frásagnar- háttur inn, stíllinn og öll aðferð sögunnar kallast á við söguna af Baldri Skugga syni, Friðrik grasafræðingi og henni Öbbu. Eitt megineinkenni þessara tveggja bóka er það hvernig þær teygja anga sína um bókmennta- og menn ingar sögu heimsins með textatengslum. Oft er þetta augljóst: Máni Steinn er til dæmis forfallinn bíófíkill og ein- hverjar bíómyndanna sem hann sér í sögunni kveikja tengingar af þessu tagi. Atburðirnir í Mánasteini gerast að mestu á tæplega tveggja mánaða tímabili haustið 1918. Í upphafi sögu varpar eldurinn í Kötlu bjarma sínum yfir sögusviðið, þegar líður á söguna kemur spænska veikin til landsins og borgin breytist smám saman í vettvang martraðarkenndrar drepsóttar. Fyrir suma lesendur er þetta kunnuglegt sögusvið. Árið 1920 kom út á dönsku skáldsaga eftir Gunnar Gunnarsson sem nefndist í íslenskri þýðingu Sælir eru einfaldir þar sem sviðið er nákvæmlega hið sama. Rétt eins og Jón Oddsson, söguhetja þeirrar bókar, er Máni Steinn gerður að aðstoðarmanni læknis sem keyrir milli sjúklinga sem fengið hafa spænsku veikina. En þræðirnir liggja víðar. Eini vinur Mána Steins er stúlkan Sóla Guðb. Nafnið getur leitt huga lesandans að jafnöldru hennar, Ástu Sóllilju úr Sjálfstæðu fólki, og þegar lesandinn er á annað borð farinn að elta slíkar vísbendingar má líka tengja Mána Stein við Stein Elliða sem gekk um götur Reykjavíkur í Vefaranum mikla frá Kasmír um svipað leyti og saga Mána Steins gerist. Og Máni Steinn á sér fleiri nafna í íslenskum skáldsögum, einn þeirra er aðalpersóna í annarri skáldsögu Sjóns, Engill, pípuhattur og jarðarber (1994). Ein leið til að lesa Mánastein er að sjá sögu drengsins sem bakhlið þeirra bóka sem hér hafa verið nefndar. Reykjavík Sjóns er allt sem Reykjavík Halldórs Laxness og Gunnars Gunnarssonar er ekki. Í Mánasteini eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.