Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 10
A n d r i S n æ r M a g n a s o n
10 TMM 2014 · 2
rambað á þetta fyrr? Það eru ekki nema ca tveir milljarðar manna sem trúa
á heilagleika Kailash-fjalls! Hví baular búkolla?
Með hliðsjón af Auðhumlu er nokkuð augljóst hvers vegna Kínverjar
ásælast Tíbet og munu aldrei láta það af hendi. Ef þeir hafa Tíbet – þá hafa
þeir Auðhumlu og sá sem hefur Auðhumlu hefur yfirráð yfir helsta vatns-
forðabúri Asíu. Í tengslum við þessa vinnu hef ég rætt við fjölmarga jökla-
fræðinga, ég hef kafað ofan í bækur og greinar og niðurstaðan er býsna
afgerandi. Auðhumla er illa stödd, hún er hugsanlega að deyja. Jöklar
víða um heim og víða á Himalayasvæðinu bráðna sem aldrei fyrr og þar
af leiðandi gæti líf tugmilljóna ef ekki hundruða milljóna manna verið í
hættu vegna þeirra breytinga sem bráðnunin hefur í för með sér. Fólk gæti
hugsanlega lagað sig að hækkun sjávarborðs – en hvernig á að bregast við
þegar sjálf upptök vatnsins, sjálf framrás lífsins stöðvast? Hvað gera menn ef
vatnsskortur kemur upp í Kína – og stjórnvöld ákveða að láta Brahmapuhtra
ekki renna „vannýtta“ og „til einskis“ inn í Bangladesh?
Ég sótti ótal skýrslur og rannsóknir til vísindamanna sem starfa við
fremstu háskóla heimsins. MIT, Harvard auk Háskóla Íslands – og það
er svo magnað að sjá viðvaranir náttúruvísindamanna eru allar á sömu
leið og margir hverjir hafa stigið út úr strangvísindalegum fasa og orðið
hreinir aktívistar. Þeim er ofboðið – þeir hafa ekki þolinmæði til að hlíta
strangri orðræðu vísindanna í heimi þar sem 1% efasemdarraddir fá jafn
mikið og jafnvel meira vægi en áratugarannsóknir vísindamanna. Margir
vísindamenn eru því farnir að orða hlutina mjög skýrt: við verðum að draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda, annars gætu ræktarlönd skrælnað og fólk
gæti dáið. En sömu háskólar og framleiða jökla og loftslagsfræðinga búa til
viðskipta- og verkfræðinga í þúsundavís og þessar greinar stýra heimsfram-
leiðslunni í þveröfuga átt. Menn gefa út skýrslur fullar af bjartsýni og spá
tvöföldun í plastframleiðslu, tvöföldun í stáli, áli, kopar, pappír – tvöföldun
olíunotkunar og aukinni kjötneyslu. við sjáum þetta hérna heima – þar sem
vegur var lagður gegnum Gálgahraun – vegna þess að umferð átti að fara
frá 4000 bílum á sólarhring – upp í 20.000. Svona spá er talin sjálfsögð í
landi – þar sem jöklar bráðna hvað hraðast. Hvernig stendur á því? Les verk-
fræðingurinn ekki tímarit Jöklarannsóknarfélagsins?
Ég held að sú sýn sem Guðmundur Páll leggur fram í sínum bókum, þar
sem náttúrufræðin, siðfræðin, sagan, heimspekin og framtíðin – eru öll lögð
að jöfnu og sett fram af einstaklega mikilli mennsku og næmu fegurðar-
skyni, sé eina leiðin til að lifa af á þessari jörð.