Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 49
S j ó n t r u f l a n i r TMM 2014 · 2 49 Mér tókst að draga Brynju frá tölvunni daginn eftir. við fórum í sund og létum líða úr okkur í nuddpottinum og gufunni, áður en við fórum í mat til vinafólks okkar. Brynja gleymdi sér alveg, hún skemmti sér ljómandi vel og var hrókur alls fagnaðar. Þegar heim var komið opnaði ég rauðvíns- flösku og setti músík á fóninn. við höfðum ekki stundað kynlíf síðan fyrir aðgerðina. Ég var fullkomlega meðvitaður um að Brynja væri undir miklu sálrænu álagi og í ofanálag þjökuð af svefnleysi, og ætlaði því að láta kvöldið snúast algerlega um hana. Góð fullnæging var jú alltaf endurnærandi. Þegar rauðvínsflaskan var hálfnuð færðist fjör í leikinn, við fórum inn í svefn- herbergi þar sem ég dró fram nuddolíuna, Brynja tíndi af sér spjarirnar og lagðist á magann í rúmið. Ég settist klofvega yfir hana og byrjaði að nudda hana. Hún var með guðdómlegan líkama sem ég fékk aldrei nóg af, en ég fann að hún hafði grennst dálítið sem hún mátti varla við. Þegar hún sneri sér við lagðist ég niður og við kysstumst. Þegar ég færði mig neðar til þess að gæla við annað brjóstið rak hún upp óp. „Hvað?“ sagði ég. Hún reis upp við dogg og krosslagði armana yfir brjóstin. „Perri!“ æpti hún. „Ha, ég? Hva…“ Brynja leit ekki á mig heldur skimaði í kringum sig með samanherptar varir. „Helvítis perrinn þinn!“ Hún hvessti augun. „Og þið allir! viljiði koma ykkur út!“ „Brynja! Hvað er í gangi?“ „Það er allt fullt af einhverjum köllum hérna,“ sagði hún án þess að líta á mig. „Þrír, fjórir, fimm. Drullisti út!“ „Hva…?“ „út!“ Augu hennar skutu gneistum. Hún kreppti hnefana. Ég dró sængina ósjálfrátt yfir reistan liminn og horfði yfir ósköp hversdagslegt svefn- herbergið. Ég hafði aldrei verið jafn ringlaður. Brynja sendi plakatinu á veggnum, hurðinni og kommóðunni illt augnaráð. Fljótlega slakaði hún aðeins á, handleggirnir sigu svo brjóstin blöstu aftur við. Hún leit á mig. „Það voru einhverjir kallar hérna. Gamlir og sveittir karlpungar. Svona steríótýpískir dónakallar. Oj bara.“ Ég kom ekki upp orði. Horfði bara stórum augum á Brynju. Hún hallaði sér fram og kyssti mig. Ég ýtti henni laust frá mér og spurði: „Hva? viltu halda áfram?“ „Já. Ég læt ekki einhverja dauða perverta skemma fyrir mér. Þeir eru farnir. Ég rak þá út.“ Ég hefði auðvitað átt að stöðva leikinn en ég var ennþá svo graður að ég gerði bara eins og Brynja sagði. Það var fínt til að byrja með, sirka fimmtán mínútur af forleik og urrandi losta. Ég lá með andlitið á milli læranna á Brynju þegar stunurnar í henni breyttust í öskur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.