Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 106
R e y n i r A x e l s s o n 106 TMM 2014 · 2 ekki verið í öllum atriðum, því að Maríumyndin var, eins og áður sagði, alls ekki í Doge-höllinni, heldur í safni Listaakademíunnar, og þar hefur Wagner séð hana. Þeir sem sáu um fyrstu opinberu útgáfuna af Mein Leben, sem birtist ekki fyrr en 1911 og var ritskoðuð af Wagner-fjölskyldunni, breyttu „Dogenpalast“ í „Kunstakademie“ og slepptu orðunum „im großen Dogensaale“, af því að þeir hafa séð að frásögnin stóðst ekki. Drüner getur sér þess til í athugasemdum við tilvitnunina í bók sinni að Wagner sé að tala um einhverja mynd sem sé „lík“ myndinni í Listaakademíunni, en hvernig í ósköpunum ætti slík mynd að vera? víst er að enga slíka mynd er að finna í stóra Doge-salnum. við getum því gengið útfrá að Wagner hafi mis- minnt um staðsetningu myndarinnar, og er þá ekki eins víst að frásögnin sé ótrúverðug í fleiri atriðum? Í sporum Drüners mundi ég ekki þora að byggja hátimbraðar kenningar á henni. En kannski skiptir það engu máli, því að útlagning Drüners er hvort sem er hreinn heilaspuni hans sjálfs. Hann skáldar upp orsakasamhengi sem getur ekki átt sér neinn stað í raunveru- leikanum og virðist ekki gera sér grein fyrir hve fráleitt það er: Nákvæm- lega hvernig eigum við að ímynda okkur að miðaldatengslin sem hann gengur útfrá hafi verkað? verka þau með yfirnáttúrlegum hætti gegnum rúm og tíma, eða eigum við að gera ráð fyrir að Wagner hafi drukkið í sig miðaldasögu svo rækilega að hún hafi komið sér svo fyrir í sálarfylgsnum hans að hún stjórni öllum hans gerðum? Eigum við þá að gera ráð fyrir að í hvert sinn sem Wagner horfði á Maríumynd hafi kviknað hjá honum þörf til að hefja krossferð gegn gyðingum, eða var það bara í þetta eina skipti? Og hvers vegna ætti þetta bara að eiga við um Wagner, ættu Maríumyndir þá ekki almennt að vekja upp fyrirætlanir um krossferðir gegn gyðingum hjá hverjum sem er? Þetta minnir helzt á brandara úr einni kvikmynd Woodys Allen34 um manninn sem getur ekki hlustað mikið á tónlist eftir Wagner, af því að hún vekur hjá honum löngun til að leggja undir sig Pólland. Munurinn er sá að Allen veit að hann er að segja brandara, en Drüner ekki. Ilmur og óþefur Flestar röksemdir sem eiga að sýna að Beckmesser sé gyðingur (eða þannig séð) eru á þessa leið: Sagt er að hann hafi einhvern tiltekinn (yfir- leitt neikvæðan) eiginleika sem á að hafa verið eignaður gyðingum og er annaðhvort sagður vel þekktur úr andgyðinglegum hatursskrifum, oftast allt frá miðöldum, eða er jafnvel tiltekinn í riti Wagners Das Judentum in der Musik. Af því er svo sú ályktun dregin að Beckmesser hljóti að vera gyðingur. Þetta er auðvitað einföld rökvilla: Þótt, svo dæmi sé tekið, sagt hafi verið að gyðingar séu sídeplandi augunum er ekki þar með sagt að hver sá sem deplar augunum sé gyðingur, ekki frekar en sú staðreynd að allir þorskar synda í sjó leyfir okkur að álykta að hver sem syndir í sjó sé þorskur. (Barry Millington telur það til „andgyðinglegra einkenna“ Beckmessers að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.