Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 92
R e y n i r A x e l s s o n 92 TMM 2014 · 2 ofurviðkvæmur“, „ávallt í örvæntingarfullri leit að ástúð“, og tilfinningar hans eru sagðar vera „næstum eins og hjá hundi“. Sagt er þó að Richard og Cosima Wagner hafi ekki haft óbeit á honum „persónulega“: „raunar deildu þau með sér sérkennilega ástríðufullri ástúð [peculiarly intense affection] til hans, sem var kannski af sama stigi og tilfinningar fólks til elskaðs fjöl- skyldugæludýrs.“ Og Rose er í bók sinni að saka aðra um að ófrægja gyðinga! Tónlistarfræðingurinn Laurence Dreyfus (sem er einnig gömbuleikari og hefur nokkrum sinnum heimsótt Ísland með gömbusveit sinni Phantasm) hefur tekið upp hanzkann fyrir Levi í ágætri og athyglisverðri grein.6 En allt tal um vini og óvini Wagners í lifanda lífi bliknar hjá þeirri stað- reynd að einn aðdáandi Wagners að honum látnum var Adolf Hitler. Og svo er að sjá að orðstír þess sem hefur orðið fyrir sérstakri aðdáun Hitlers beri þess aldrei bætur. Þótt Hitler hafi mistekizt sitt mikla ætlunarverk að mestu leyti hefur hann þó skilið eitt eftir sig: Nútímamönnum hættir til að lesa mannkynssöguna gegnum hugmyndafræðileg gleraugu þýzka nazistaflokksins. Og Wagner hefur ekki farið varhluta af að vera skoðaður gegnum þau gleraugu. Af því að Wagner hataðist við gyðinga og Hitler hataðist við gyðinga er dregin sú ályktun að gyðingahatur Wagners hafi verið af nákvæmlega sama sauðahúsi og Hitlers, og þar með eigna fjölmargir Wagner allan hugmyndafræðilegan bagga nazistaflokksins án nokkurrar umhugsunar eða gaumgæfingar stað- reynda. Byrjum á að athuga tvær staðreyndir, sem engir deila um. Hin fyrri er sú að Hitler hafði óperur Wagners í afar miklum metum, þótt ekki megi heldur gleyma því að hann hafði breiðan tónlistarsmekk og hélt líka mikið upp á önnur tónskáld: Bruckner var í sérlegu uppáhaldi, líka Beethoven, Schubert, Schumann, Weber, Grieg, Richard Strauss, og honum virðist einnig hafa líkað við Mendelssohn, svo að ekki sé minnzt á Franz Lehár. Seinni stað- reyndin er sú að Wagner hafði megnustu andúð á gyðingum, að minnsta kosti um það bil allan seinni helming ævi sinnar. Það eru varla miklar ýkjur að segja að hann hafi haft gyðinga meira og minna á heilanum síðustu árin, og hann kenndi þeim um flest sem honum fannst illa komið í þýzku samfélagi. Náttúrlega hafa menn reynt að tengja þessar tvær staðreyndir saman. Að skrifa bækur og greinar um Hitler og Wagner, eða um Wagner og gyðinga er orðið svo algengt og útbreitt að tala má um skipulegan iðnað. Hvers vegna ætli þetta viðfangsefni sé svona gífurlega vinsælt? Kannski leyfist mér að vitna eftir minni í útvarpsviðtal við handhafa Íslenzku bókmenntaverð- launanna á síðasta ári, sem var spurður að því hvers vegna verðlauna- skáldsagan hefði selzt betur en fyrri bækur hans: Ein af meginástæðunum var að hans mati að „helförin selur“, eins og hann orðaði það. Það er tvennt sem höfundar þessara rita um Wagner gera sér einna helzt far um að reyna að sýna fram á: Annað er að Wagner hafi verið eins-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.