Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 85
„ Þa r e r u t r ö l l o g s y n g j a s ö n g“ TMM 2014 · 2 85 náttúruna – sem veldur því að það nálgast um leið einhvern kjarna, einhverja kviku sem býr innra með því sjálfu. Það er mjög sérstæð reynsla að verða vitni að slíkum „upplifunum“. Oftast eru þetta ekki nema einstök og um leið fágæt augnablik: maður stendur á vesturbarmi gljúfursins fyrir neðan Dettifoss og horfir á flekana þeytast niður í djúpið; allt í einu grípur hann eftir einhverju til að halda sér í. Það er eins og æðandi flaumurinn valdi því að hugsanirnar leysast upp, rammgerðar stíflur skynseminnar bresta og eitt andartak fá löngu heftar tilfinningar að flæða fram; eitthvað sem býr innst og dýpst í fylgsnum sálar leitar upp á yfirborðið. Á slíkum stundum er engu líkara en að klettarnir í Jökulsár- gljúfrinu fái mál og tali til þess sem stendur á brúninni, bergnuminn af til- gangslausum tryllingi náttúrunnar; og „þar sem aldrei á grjóti gráu / gullin mót sólu hlæja blóm“ fyllist allt af ljósbleikum hulduverum sem lifna fyrir hugskotssjónum ferðalangsins. Þessi upplifun lýtur engri skynsemi, engum vitrænum reglum: hún er beinn og ómengaður samruni manns og náttúru, þar sem maðurinn hverfur aftur í það skaut sem hann var hrifinn úr endur fyrir löngu, þegar hann fór að einangra sig frá náttúrunni og smíða sér sinn eigin heim úr táknum, orðum, hugtökum og öðrum verkfærum vitsmuna og skynsemi. Og það er ekki aðeins á gljúfurbarminum fyrir neðan Dettifoss sem erlendir gestir verða fyrir hugljómun af þessu tagi. Múrar skynseminnar eiga það líka til að bresta, þegar hinir erlendu gestir standa andspænis nátt- úruundrum á borð við tignarlegt jökulhvel sem vokir yfir fáeinum tjöldum í grænni lautu til fjalla. Þá verða menn oft eins og furðu slegnir yfir því hvað ísinn og snjórinn taka á sig margar og síbreytilegar myndir. Þessum sér- stæðu myndbreytingum jökulsins lýsir meistari Þórbergur af næmleika og kankvísi í bernskuminningum sínum úr Suðursveit, þar sem hann vex úr grasi við fótskör konungs jöklanna: Þó að Öræfajökull virtist eilífur og óumbreytanlegur að lögun, var hann svo tilbreytingaríkur að blæ og blæbrigðum, að hann varð aldrei þreytandi. Hann endurspeglaði með síungum næmleika hverja tilbreytingu í lofti og á láði. Hann skipti um blæ og tón með hverri árstíð, hverjum mánuði, hverri eykt, hverjum kvartélaskiptum, hverri tunglfyllingu. Hann var öðruvísi þegar maður fór inn að éta morgunmatinn, en þegar maður krossaði sig á móti Rustanöfinni á miðjum morgni, og svo var hann orðinn allt öðruvísi, þegar maður sagði við sjálfan sig á miðaftni: „Nú eru ekki nema fimm klukkutímar, þangað til hætt verður að slá.“ Og þegar maður var að pissa upp við smiðjuvegginn á vökunni og horfði á Stjörnuna í miðmundastað, þá var hann orðinn mikið breyttur frá því hún var í dagmálastað. Og hin mikla stærð hans, skírleiki hans í litum og tilbreytingar í formi gerðu þessi hamskipti augsýnilegri, margvíslegri og meira tælandi en blæbrigði annarra fjalla. Öræfajökull var alltaf nýr. Á sama hátt og Andreas Heusler í textanum sem vitnað var til hér að framan verður Þórbergi tíðrætt um blæbrigði íslenskrar náttúru: síbreytileikann, tilbreytinguna. Þrátt fyrir að margur erlendur ferðamaður sem hingað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.