Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 85
„ Þa r e r u t r ö l l o g s y n g j a s ö n g“
TMM 2014 · 2 85
náttúruna – sem veldur því að það nálgast um leið einhvern kjarna, einhverja
kviku sem býr innra með því sjálfu.
Það er mjög sérstæð reynsla að verða vitni að slíkum „upplifunum“. Oftast
eru þetta ekki nema einstök og um leið fágæt augnablik: maður stendur á
vesturbarmi gljúfursins fyrir neðan Dettifoss og horfir á flekana þeytast
niður í djúpið; allt í einu grípur hann eftir einhverju til að halda sér í. Það er
eins og æðandi flaumurinn valdi því að hugsanirnar leysast upp, rammgerðar
stíflur skynseminnar bresta og eitt andartak fá löngu heftar tilfinningar að
flæða fram; eitthvað sem býr innst og dýpst í fylgsnum sálar leitar upp á
yfirborðið. Á slíkum stundum er engu líkara en að klettarnir í Jökulsár-
gljúfrinu fái mál og tali til þess sem stendur á brúninni, bergnuminn af til-
gangslausum tryllingi náttúrunnar; og „þar sem aldrei á grjóti gráu / gullin
mót sólu hlæja blóm“ fyllist allt af ljósbleikum hulduverum sem lifna fyrir
hugskotssjónum ferðalangsins. Þessi upplifun lýtur engri skynsemi, engum
vitrænum reglum: hún er beinn og ómengaður samruni manns og náttúru,
þar sem maðurinn hverfur aftur í það skaut sem hann var hrifinn úr endur
fyrir löngu, þegar hann fór að einangra sig frá náttúrunni og smíða sér sinn
eigin heim úr táknum, orðum, hugtökum og öðrum verkfærum vitsmuna og
skynsemi. Og það er ekki aðeins á gljúfurbarminum fyrir neðan Dettifoss
sem erlendir gestir verða fyrir hugljómun af þessu tagi. Múrar skynseminnar
eiga það líka til að bresta, þegar hinir erlendu gestir standa andspænis nátt-
úruundrum á borð við tignarlegt jökulhvel sem vokir yfir fáeinum tjöldum í
grænni lautu til fjalla. Þá verða menn oft eins og furðu slegnir yfir því hvað
ísinn og snjórinn taka á sig margar og síbreytilegar myndir. Þessum sér-
stæðu myndbreytingum jökulsins lýsir meistari Þórbergur af næmleika og
kankvísi í bernskuminningum sínum úr Suðursveit, þar sem hann vex úr
grasi við fótskör konungs jöklanna:
Þó að Öræfajökull virtist eilífur og óumbreytanlegur að lögun, var hann svo
tilbreytingaríkur að blæ og blæbrigðum, að hann varð aldrei þreytandi. Hann
endurspeglaði með síungum næmleika hverja tilbreytingu í lofti og á láði. Hann
skipti um blæ og tón með hverri árstíð, hverjum mánuði, hverri eykt, hverjum
kvartélaskiptum, hverri tunglfyllingu. Hann var öðruvísi þegar maður fór inn að
éta morgunmatinn, en þegar maður krossaði sig á móti Rustanöfinni á miðjum
morgni, og svo var hann orðinn allt öðruvísi, þegar maður sagði við sjálfan sig á
miðaftni: „Nú eru ekki nema fimm klukkutímar, þangað til hætt verður að slá.“ Og
þegar maður var að pissa upp við smiðjuvegginn á vökunni og horfði á Stjörnuna í
miðmundastað, þá var hann orðinn mikið breyttur frá því hún var í dagmálastað.
Og hin mikla stærð hans, skírleiki hans í litum og tilbreytingar í formi gerðu þessi
hamskipti augsýnilegri, margvíslegri og meira tælandi en blæbrigði annarra fjalla.
Öræfajökull var alltaf nýr.
Á sama hátt og Andreas Heusler í textanum sem vitnað var til hér að framan
verður Þórbergi tíðrætt um blæbrigði íslenskrar náttúru: síbreytileikann,
tilbreytinguna. Þrátt fyrir að margur erlendur ferðamaður sem hingað