Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 100
R e y n i r A x e l s s o n 100 TMM 2014 · 2 Sem heimild um það sem hér er haft eftir Mahler vísa Rasch og Weiner (eins og aðrir) í ævisögu hans á ensku sem mér hefur ekki tekizt að komast yfir, og því hef ég ekki getað rakið tilvitnunina þá leiðina; en þetta getur varla verið úr bréfi, því að þessi orð Mahlers (sem eru gefin á ensku hjá Rasch og Weiner) virðast vera lausleg þýðing á orðum sem Natalie Bauer-Lechner hefur eftir honum í endurminningum sínum og hann á að hafa sagt á æfingu í vínaróperunni árið 1898 – en hún lék þá á lágfiðlu í hljómsveitinni: Þótt ég sé sannfærður um að þessi vera [Mímir] sé ljóslifandi og frá hendi Wagners meðvituð skopstæling á gyðingi (með öllum einkennum sem hann gaf henni: smá- smugulegum klókindum, græðgi og öllu framúrskarandi blendingsmálinu í tónlist og texta), þá má í guðanna bænum ekki ýkja það og smyrja jafnþykkt og Spielmann gerði – hvað þá í vín, í „konunglegu-keisaralegu hirðóperunni“, það væri hreint og beint hlægilegt og hneyksli fyrir vínarbúa. Ég þekki bara einn Mími (við horfðum eftirvæntingarfull á hann): og það er ég!25 Þeir sem leita að skopmyndum af gyðingum í óperum Wagners þurfa að halda sig við textann en ekki dæma útfrá tilteknum sýningum. Söngvari gæti reynt að gera hlutverkið sem hann fer með að skopstælingu, eins og Julius Spielmann hefur kannski reynt að gera þegar hann söng hlutverk Mímis undir stjórn Mahlers í vínaróperunni, svo að ekki sé talað um að leikstjóri getur nú til dags auðveldlega upp á eigið eindæmi troðið allskonar hugmyndum inn í sýninguna sem eiga sér enga stoð í textanum, til dæmis reynt að gera Beckmesser í Meistarasöngvurunum að því sem hann telur vera staðalskopmynd af gyðingi, klætt alla meistarasöngvarana í storm- sveitarbúninga og látið Walther líkjast Adolf Hitler í útliti – og ég yrði ekki hissa á að lesa fréttir um slíka uppsetningu frá Þýzkalandi um þessar mundir – en það segir ekkert um hvað Wagner hugsaði sér. Með fullri virðingu fyrir þýzkumælandi Evrópubúum held ég óhætt sé að fullyrða að þeir hafi upp til hópa ekki samskonar hugmyndaflug og Mahler, eða þá Adorno, ef því er að skipta. Og engar heimildir eru fyrir því að nokkrum manni öðrum en Mahler hafi dottið í hug að í óperum Wagners mætti finna skopmyndir af gyðingum – þangað til Adorno setti saman rit sitt. Fyrrnefndur Marc Weiner telur sig að vísu hafa fundið enn eitt vitni, og það ekki af verri endanum: Engin önnur en Cosima Wagner, segir hann, „skrifaði í dagbók sína að Mímir væri „ein Jüdchen“ eða „lítill gyðingur““.26 Hér er vísað í dagbókarfærslu frá 3. júní 1881. Þann dag voru Wagner-hjónin í Berlín til að vera viðstödd flutning alls Niflungahringsins þar í borg. Hér er dálítið meira af færslunni: Um 11 Uhr fahren wir in die Probe, R. mit Mimi, ich mit Lusch. Erster Akt Sieg- fried, Mime »ein Jüdchen«, sagt R., aber vortrefflich, vogl gleichfalls sehr gut, deutlich und bestimmt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.