Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 132
Á d r e pa
132 TMM 2014 · 2
sögunnar og kenningarnar: Hvernig bár-
ust nýjar kenningar og aðferðir vísinda
til Íslands á árunum 1700–1850?6 Þó svo
að þeir félagar lýsi m.a. náttúrufari og
möguleikum á ýmiskonar landnytjum og
hafi greinilega vanþóknun á hvers konar
hindurvitnum bendir Þorsteinn á að
athuganir þeirra hafi ekki nýst almenn-
ingi sem skyldi, einkum þar sem Ferða-
bókin var gefin út á dönsku í Dan-
mörku.7 Þorsteinn dregur reyndar þann
lærdóm af ferðalagi sínu um fortíðina að
jarðvegur þurfi að vera fyrir hendi og
hæfir menn tiltækir til flutninga svo að
nýjar hugmyndir og kenningar geti bor-
ist skjótt til landsins – eitthvað sem á
jafnt við í dag og þá. Þessu til sönnunar
nefnir hann til dæmis að íslenskir bænd-
ur hafi verið tveimur öldum á eftir
nágrannaþjóðum að tileinka sér búfjár-
kynbætur. „Þetta megi sennilega skýra
með almennum menntunarskorti og
fastheldni á óbreytanleika tegundanna
eins og bókstafur Biblíunnar felur í sér
samkvæmt einfaldri túlkun“8, þvert á
þróunarkenningu Charles Darwin.9
Fjölnismenn minntust Eggerts Ólafs-
sonar strax í fyrsta hefti Fjölnis 183510 og
álitu að hann hefði kennt Íslendingum
„hvernig þeir gætu, með atorku og skyn-
samlegri neyzlu máttar síns, lifað á
Íslandi arðsömu og gagnlegu, ánægju-
fullu og farsælu lífi.“11 Þar vísuðu þeir til
„Búnaðarbálks“ Eggerts þar sem hann
hafi gert „auð og yndæli ættjarðar sinn-
ar“ að yrkisefni á einhverjum mestu
hörmungartímum sem gengið hafa yfir
íslensku þjóðina, þegar „ásýnd jarðar var
ekki björt“.12 „Búnaðarbálkur“ var, eins
og menn vita, ortur til þess að stappa
stálinu í Íslendinga og opna þeim nýja
sýn á landið og möguleika þess. Sú skoð-
un kemur fram í kvæðinu að náttúran sé
verk Guðs sem manninum beri að þakka,
en það sé í valdi hans að nota sköpunar-
verkið sér í hag. vissulega komu fram
menn á þessum tíma sem beittu sér fyrir
því að flytja nýjungar til landsins og
nægir þar að nefna Björn Halldórsson í
Sauðlauksdal sem var mikill frumkvöð-
ull í jarðrækt og garðrækt.13 Það er þó
erfitt að færa rök fyrir því að starf þess-
ara manna hafi skipt sköpum um
afkomu þjóðarinnar á þessum árum eins
og Þorsteinn vilhjálmsson bendir rétti-
lega á. Svo virðist sem frumkvöðlarnir
hafi verið uppteknari af sambandi Guðs
og náttúru. Guðmundur Andri Thorsson
gefur okkur t.d. þá mynd af Benedikt
Gröndal, þeim merka náttúrufræðingi, í
bók sinni Sæmd14: „… Gröndal sjálfur,
sem er eins fjarri því að vera sjómaður
eða verkamaður og hugsast getur, fer því
næst í fjöruna og fyllir þar pokaskjatta af
kvikindum, krossfiskum, kræklingi,
marflóm – hlægidýr kallar Matti þau.“15
Gröndal skildi eftir sig merk rit um nátt-
úru Íslands og nægir þar að nefna
Íslenska fugla16 en hugurinn er við skáld-
skapinn og Guð fremur en vísindin:
„Ekki tómur skáldskapur nei. Og
útreikningar stjörnufræðinganna – ekki
tómur skáldskapur nei, og rannsóknir
jurtafræðinganna – ekki tómur skáld-
skapur – ó nei – en samt gefa allar þessar
rannsóknir og þessir útreikningar okkur
nýjar og nýjar sannanir fyrir dýrð Drott-
ins; og náttúran er orð Drottins. Efni
þessara rannsókna er skáldlegt þótt
formið sé það ekki.“17
vísindin fóru ekki að setja mark sitt á
mannlíf á Íslandi fyrr en leið að alda-
hvörfum. Grípum niður í bók Jóns Kal-
mans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga
fætur: „Árið 1898 vann náttúrufræðing-
urinn mikli, Bjarni Sæmundsson, að
fiskirannsóknum á Austfjörðum fyrir
landshöfðingjann, skrifaði ítarlega
skýrslu og birti í Andvara árið eftir. Þar
segir að Norðfjörðurinn liggi mjög vel
fyrir fiskveiðar […] bæði vegna þess að
hann er stuttur og því ekki langræði, ef