Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 5
TMM 2014 · 2 5 Andri Snær Magnason Leitin að Auðhumlu Þegar ég var ungur með skáldadrauma var ég ekki heillaður af einmanalegri innivinnu rithöfunda. En svo las ég viðtal við Guðmund Pál Ólafsson: hann var ekki aðeins rithöfundur, hann var líka líffræðingur, kafari og fjallamaður, hann var góður teiknari og hafði ljósmyndað hvern fugl og helstu Perlur í náttúru Íslands. Ég man að ég hugsaði með mér. Getur verið til skemmtilegra starf í veröldinni – en að vera Guðmundur Páll Ólafsson? Þegar ég las Ströndina í náttúru Íslands furðaði ég mig á því að allur þessi fróðleikur gæti rúmast í höfðinu á einum manni. Bókin var alltumlykjandi. Hvernig gat einhver einn maður tekið þessar fallegu myndir, skrifað af þekk- ingu um svampa og möttuldýr, grúskað í þjóðsögum og fornsögum, verið með tilvitnanir í forna indíánaheimspeki á hraðbergi og svona dæmalaust fundvís á ljóð í glænýrri bók eftir Gyrði Elíasson. Ég öfundaði alltaf dálítið skáldin sem áttu ljóð í bókum hans, hugsaði stundum með mér að það væri nú mikill heiður – að eiga ljóð í bók eftir GPÓ. Það sem stóð upp úr fyrir mér var lífsspekin og erindið í bókunum. Hann fjallaði um stóra samhengið, jökulsá er ekki bara vatn heldur líka jökull og strönd og haf og líka þorskur. Eitt leiðir af öðru. Allt hangir saman. Hann tók málstað dýranna og náttúrunnar – ekki kenna selum um hring- orminn, hettu mávurinn er ágætur fugl og jafnvel minkurinn hafði eitthvað aðdáunarvert í fari sínu. Hann fjallaði um skyldur okkar og ábyrgð, miðlaði heildarsýn sem einskorðaðist ekki aðeins við náttúru heldur menningu okkar og sögu, fortíð og framtíð. Sem upplýsingarmaður trúði hann því að mannkynið gæti snúið af braut eyðileggingar í krafti fræðslu og þekk- ingar. Ljóð Lindu vilhjálmsdóttur, forn heimspeki, goðafræði, ljósmyndir, teikningar, þjóðfræði og nútímavísindi – allt voru þetta tæk efni til að skapa heildarmynd sem við yrðum að temja okkur til að lifa af á jörðinni. En vandinn er sá að í okkar samfélagi er heildstæða þekkingin ekki endilega leiðin til að öðlast frið og hugarró. Sá sem elskar og þekkir Ísland upplifir sjálfkrafa þá þjáningu sem fylgir því að vera læs á þetta land. Í lok hinnar trylltu tuttugustu aldar settu stjórnvöld helstu Perlur á Hálendi Íslands á brunaútsölu, áformin voru ótrúleg og fóru þvert gegn vilja og fram- tíðarsýn stórs hluta þjóðarinnar. Ég get sagt nákvæmlega hvaða dag hann vakti mig. Þann 19. janúar árið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.