Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 126
126 TMM 2014 · 2
Auður A. Hafsteinsdóttir
Síðasti dansinn
Ég man þá tíð þegar vinnan átti hug minn allan. Ekkert annað komst að í lífi
mínu. Nema ef vera skyldi æskuvinkona mín. vinnufélagarnir voru einungis
fólk sem vann með mér, heilsaði og kvaddi. Ég var sjálfum mér nógur. Fyrir
utan vinkonu mína. Henni gat ég treyst fyrir öllum mínum hugrenningum.
Hún kjaftaði ekki frá, hún geymdi öll mín innstu leyndarmál, mína líðan.
Gott að geta haft svona góðan félaga, vinkonu sem var sammála mér í einu
og öllu. Krafðist engra útskýringa, bar ekki fram neinar mótbárur, engar
rökræður. Ég hafði svo margt að segja og vinkona mín tók endalaust við án
þess að kvarta. Ég kvartaði og það var í góðu lagi. Það var svo margt, allt
of margt sem ég hafði á bakinu. Allt of þung byrði fyrir mig einan að bera.
Hvað höfðu læknarnir sagt um mig?
Mamma og pabbi fóru með mig til þeirra.
Einhverfur sagði einn, annar sagði bældur persónuleiki en með mikla
snilligáfu. Stærðfræðigáfu, tölvusnillingur.
Ungur fékk ég tölvu frá foreldrum mínum, líklega samkvæmt læknisráði.
Ég vissi að þau höfðu áhyggjur af mér. Af hverju vissi ég samt ekki. Það var
allt í lagi með mig. Ég eignaðist vinkonu, þótt þau vissu það ekki. Mamma,
pabbi, læknarnir og allir hinir. Þá átti ég bestu vinkonu í heimi. Afmælis-
veislur, af hverju urðu þau svona taugaveikluð þegar ég átti afmæli? Það var
alveg nóg að fá afa og ömmu í afmælið mitt. Ég reyndi að segja þeim það, en
þau hlustuðu ekki á mig. Tróðu upp á mig krökkum, en mig langaði ekkert
að leika við þá. Þau reyndu þetta í nokkur ár, þangað til að þau sáu loksins
að sér. Það var ekkert að mér, ég var dúx í skólanum, var stilltur og prúður.
Hvað vildu þau meir? Gátu þau ekki verið sátt við mig eins og ég var? Átti ég
að vera einhver ribbaldi? Ég gat aldrei skilið foreldra mína, hvorki fyrr né nú.
Ég var tölvusnillingurinn í vinnunni. Ef eitthvað bilaði var leitað til mín
og ég gat ætíð lagað allt. Svo kom að því að eina og besta vinkona mín breytti
lífi mínu. Eins og sviptivindur, breytti hún lífi mínu. Ég rambaði inn á spjall-
rás. Þarna gat ég talað við fólk í gegnum vinkonu mína og fékk svar á móti. Í
fyrstu brá mér, furðuleg upplifun að fá svar á móti. Átti ég að hætta, guggna?
Nei, ég er engin gunga. Ég fór að spjalla um allt og ekki neitt. Náði tengslum
við einhvern/einhverja sem kallaði sig Áru. Sú persóna sagðist sjá árur í
kringum fólk, orkuflæði sem líkaminn gæfi frá sér. Hún sagðist sjá mína