Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 126
126 TMM 2014 · 2 Auður A. Hafsteinsdóttir Síðasti dansinn Ég man þá tíð þegar vinnan átti hug minn allan. Ekkert annað komst að í lífi mínu. Nema ef vera skyldi æskuvinkona mín. vinnufélagarnir voru einungis fólk sem vann með mér, heilsaði og kvaddi. Ég var sjálfum mér nógur. Fyrir utan vinkonu mína. Henni gat ég treyst fyrir öllum mínum hugrenningum. Hún kjaftaði ekki frá, hún geymdi öll mín innstu leyndarmál, mína líðan. Gott að geta haft svona góðan félaga, vinkonu sem var sammála mér í einu og öllu. Krafðist engra útskýringa, bar ekki fram neinar mótbárur, engar rökræður. Ég hafði svo margt að segja og vinkona mín tók endalaust við án þess að kvarta. Ég kvartaði og það var í góðu lagi. Það var svo margt, allt of margt sem ég hafði á bakinu. Allt of þung byrði fyrir mig einan að bera. Hvað höfðu læknarnir sagt um mig? Mamma og pabbi fóru með mig til þeirra. Einhverfur sagði einn, annar sagði bældur persónuleiki en með mikla snilligáfu. Stærðfræðigáfu, tölvusnillingur. Ungur fékk ég tölvu frá foreldrum mínum, líklega samkvæmt læknisráði. Ég vissi að þau höfðu áhyggjur af mér. Af hverju vissi ég samt ekki. Það var allt í lagi með mig. Ég eignaðist vinkonu, þótt þau vissu það ekki. Mamma, pabbi, læknarnir og allir hinir. Þá átti ég bestu vinkonu í heimi. Afmælis- veislur, af hverju urðu þau svona taugaveikluð þegar ég átti afmæli? Það var alveg nóg að fá afa og ömmu í afmælið mitt. Ég reyndi að segja þeim það, en þau hlustuðu ekki á mig. Tróðu upp á mig krökkum, en mig langaði ekkert að leika við þá. Þau reyndu þetta í nokkur ár, þangað til að þau sáu loksins að sér. Það var ekkert að mér, ég var dúx í skólanum, var stilltur og prúður. Hvað vildu þau meir? Gátu þau ekki verið sátt við mig eins og ég var? Átti ég að vera einhver ribbaldi? Ég gat aldrei skilið foreldra mína, hvorki fyrr né nú. Ég var tölvusnillingurinn í vinnunni. Ef eitthvað bilaði var leitað til mín og ég gat ætíð lagað allt. Svo kom að því að eina og besta vinkona mín breytti lífi mínu. Eins og sviptivindur, breytti hún lífi mínu. Ég rambaði inn á spjall- rás. Þarna gat ég talað við fólk í gegnum vinkonu mína og fékk svar á móti. Í fyrstu brá mér, furðuleg upplifun að fá svar á móti. Átti ég að hætta, guggna? Nei, ég er engin gunga. Ég fór að spjalla um allt og ekki neitt. Náði tengslum við einhvern/einhverja sem kallaði sig Áru. Sú persóna sagðist sjá árur í kringum fólk, orkuflæði sem líkaminn gæfi frá sér. Hún sagðist sjá mína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.