Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 112
R e y n i r A x e l s s o n 112 TMM 2014 · 2 Fyrstu viðbrögðin við þessum dæmum hljóta að vera að þau séu alveg gerólík og eigi varla neitt sameiginlegt. En Millington segir að auðvitað eigi ekki að bera saman laglínurnar, heldur eigum við að horfa á langt kveinstafakennt [wailing] söngflúrið; rof hrynjandinnar vegna hvílda í lok hendinga; „víxl- söng“ [antiphony], eins og hann kallar það (lútutónflúri er skotið inn milli hendinga í kvöldlokku Beckmessers; kantornum svarað af kór eða söfnuði – í dæminu eiga hljóðfærainnskot að koma í stað kórsins); og að lokum hátt tón- svið. Þessu má svara þannig: Söngflúrið í hressilegri kvöldlokku Beckmess- ers minnir sízt af öllu á kveinstafi og er auk þess gjörólíkt því sem er í dæmi Millingtons; það líkist raunar ekki heldur söngflúri í ítalskri óperuaríu, þótt því hafi líka verið haldið fram.46 Hvíldir í lok hendinga koma víða fyrir í ýmsum tegundum söngs, ekki bara gyðinglegum. Nærtækt er að taka dæmi af lúterskum sálmalögum, þar sem slíkar hvíldir eru algengar, og þá sér í lagi sálmalaginu sem fyrsti þáttur Meistarasöngvaranna hefst á: Ef kenning Millingtons ætti að ganga upp, þá ætti guðsþjónustan í Katrínarkirkjunni í Nürnberg að vera skopstæling á helgiathöfnum í bænahúsum gyðinga, því að í sálminum eru hvíldirnar langar, og ekki vantar að „víxlsöng“ frá hljóm- sveitinni sé skotið inn á milli hendinganna; en sú ályktun hentar ekki. Loks liggur kvöldlokka Beckmessers ekki tiltakanlega hátt. Hæsta nóta hennar er heilli ferund undir hæstu nótu kantorsins í dæmi Millingtons. Niðurstaðan er að enginn fótur er fyrir því að kvöldlokka Beckmessers eigi sér fyrirmynd í söng gyðinga, hvorki í einstökum sönglögum né í almennri hefð. Enda er ekki tiltakanlega erfitt að átta sig nokkuð vel á kvöldlokkunni á allt öðrum forsendum. Fyrst getum við borið hana saman við annað sönglag í sömu óperu, nefnilega söng Davids í þriðja þætti. Það er partur af prófi hans hjá Sachs sem færir honum sveinsnafnbót: Am Jor dan- Sankt Jo hann- es- stand, all Volk der Welt zu tauf en;- kam auch ein Weib aus fern em- Land, aus Nürn berg gar ge lauf- en:- 5 2 4& # # U & # # U œ j œ J œ J œ œ œ j œ j œ j œ J œ œ œ J œ j œ œ œ J œ œ J ‰ Œ ‰ œ j œ J œ J œ œ œ j œ j œ j œ J œ œ œ œ œ J œ œ œ J œ œ j ‰ Þótt laglínan sé önnur og söngur Davids sé ekki jafnflúrskreyttur og kvöldlokka Beckmessers er ljóst að stíllinn er næsta keimlíkur. Raunar bendir Wagner okkur beinlínis á það þegar hann lætur David rugla þessum tveimur lögum saman og byrja að syngja kvöldlokkuna í stað síns eigin lags. Og hvað eiga þessi lög sameiginlegt? Þau eru fyrst og fremst gamaldags. Meistarasöngvarinn Beckmesser fer að sjálfsögðu eftir öllum settum reglum, og David, lærlingurinn iðni, hefur lært sínar reglur fullkomlega (eins og hann útlistar í löngu máli í fyrsta þætti óperunnar) þannig að söngvarnir verða að vísu ekki eins, en afar keimlíkir. Og hvernig fer Wagner að því að láta lögin hljóma gamaldags? Hann lætur þau minna á barokktónlist. Hann sjálfur hafði örugglega kynnt sér nótur af meistarasöng frá sextándu öld í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.