Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 72
72 TMM 2014 · 2
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
Stríðsmaður og friðarhöfðingi
Nelson Mandela1
Nelson Mandela var maður mótsagna; hann var bæði friðarhöfðingi og
stríðsmaður, aðalsmaður sem barðist fyrir þá sem minna máttu sín og starf-
andi lögfræðingur sem hafði ekki fullgilt lögfræðipróf fyrr en árið 1989,
þegar hann lauk loks prófinu í fangelsinu á Robin-eyju. Hann var sjarmör
sem gat heillað upp úr skónum, ekki síst konur, en hann gat líka verið fjar-
lægur og óaðgengilegur. Ef til vill var það vegna mótsagnanna sem í honum
rúmuðust að hann gat leikið mörg ólík hlutverk á langri ævi og aðlagað sig
að breytilegum aðstæðum. Að tákni varð hann rétt eins og Martin Lúter
King og Mahatma Ghandi sem reyndar byrjaði pólitískan feril sinn í Suður-
Afríku.
Ég hitti Nelson Mandela aldrei á árum mínum í Suður-Afríku, hann hafði
þá dregið sig í hlé frá opinberu lífi og var orðinn heilsuveill.2 En ég hitti og
ræddi við ýmsa sem þekktu hann náið, eins og Desmond Tutu erkibispup
og Thabo Mbeki, sem þá var forseti Suður-Afríku, hafði verið varaforseti
við hlið Mandela og starfað með honum árum saman. Af samtölum við
þessa menn og fleiri réð ég að mönnum fannst óþarfi hvernig Mandela einn
hefði orðið að tákni fyrir baráttuna gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í
Suður-Afríku; hann hefði engan veginn verið einn að verki, þetta var fjölda-
barátta og margir verið kallaðir til forystu. Þannig er það ævinlega í mann-
réttindabaráttu af öllu tagi og reyndar benti Mandela iðulega á það sjálfur
að hann hefði aðeins verið einn af mörgum. Meðal annarra forystumanna
má nefna Oliver Tambo (sem flugvöllurinn í Jóhannesarborg er nú kenndur
við) og Walter Sisulu, sem reyndar mun hafa kveikt baráttueldinn í brjósti
Mandela. Dóttur Walter Sisulu, Beryl Sisulu, kynntist ég vel á tíð minni í
Noregi, en hún var þá sendiherra Suður-Afríku þar í landi. Ræddum við
þessi mál gjarnan á vetrarkvöldum í snjónum í Osló.
Okkur mönnunum er tamt að tákngera það sem skiptir okkur máli;
táknin hjálpa okkur við að aðgreina það sem okkur finnst mikilvægt frá
„öllu hinu“. Þau eru um leið nokkurs konar hraðritunaraðferð í samskiptum
okkar því þau segja mikið án þess að útskýringar þurfi, það er með öðrum
orðum hentugt að hugsa með þeim.3 Slíkt tákn varð Nelson Mandela. Árin
27 í fangelsi hjálpuðu til. Myndin af fanganum á Robin-eyju að höggva grjót
undir ómannúðlegri stjórn fangavarða varð að sínu leyti að tákni sem sagði