Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 15
A ð h a fa t i l f i n n i n g u f y r i r n á t t ú r u n n i í v í s i n d u m
TMM 2014 · 2 15
„[…] þegar ég var virkilega einbeitt í að vinna með þær var ég ekki fyrir utan
þær, ég var þarna niðri. Ég var hluti af kerfinu. Ég var þarna niðri með þeim
og allt varð stórt. Ég sá meira að segja innviði litninganna – í rauninni var
allt þarna. Þetta kom mér á óvart vegna þess að mér leið í raun og veru eins
og ég væri þarna niðri og þetta væru vinir mínir.“11 Og um samskipti sín við
plönturnar segir hún: „Ég byrja á litlu fræplöntunum og ég get ekki slitið mig
frá þeim. Mér finnst ég ekki almennilega með á nótunum ef ég fylgist ekki
með plöntunum alla leið. Þannig að ég þekki sérhverja plöntu á akrinum. Ég
þekki þær náið og þau kynni veita mér mikla ánægju“12. Ofangreindar til-
vitnanir undirstrika mikilvægi trausts og vináttu í tengslum vísindamanns
og viðfangsefnis hans. vináttan er í vissum skilningi hin vísindalega aðferð
Barböru McClintock.13 Takið sérstaklega eftir því hve máttur samvista með
náttúrunni og skoðunarinnar (the observation) er mikill. McClintock fer
beinlínis inn í frumuna og með því að dvelja þar sér hún allt betur. Þessari
reynslu má helst líkja við árangursríka samþjálfun huga og handar hjá lista-
mönnum. Hreinskilni McClintocks er auðvitað einstök, og ekki er víst að
margir vísindamenn myndu tjá sig svo um samband sitt við viðfangsefnið,
jafnvel þó að raunveruleikinn segi að nándin í tengslunum sé mjög mikil.
Jane Roland Martin hefur bent á að hin vísindalega aðferð McClintocks, eða
a.m.k. hreinskilni hennar um hana, geti falist í því að hún sé kona og bendir
á fleiri dæmi um það.14
Martin lýsir vináttuaðferðinni sem valkosti við hefðbundinn skilning á
vísindalegri aðferð þar sem hlutlægni er höfð í fyrirrúmi, og nefnir hana
„science in a different style“15, og hvetur til frekari rannsókna á henni. Ég leyfi
mér að halda því fram að allir sannir vísindamenn beiti vináttuaðferðinni að
meira eða minna leyti og að hún sé ein meginforsenda fyrir árangri þeirra.
Aftur á móti er nauðsynlegt að skoða þetta nánar. Til dæmis má benda á
að virðing, vinátta og ást vísindamanna beinist kannski frekar að sannleik-
anum sem slíkum heldur en beint að viðfangsefninu sjálfu. Þekkingin felur
þá í sér öll gildi vísindastarfsins. Líklegt er að bæði Einstein og Flemming
myndu hafa tekið undir þessa afstöðu, en McClintock þorir að ganga lengra
og lýsa vináttu sinni við maísinn og litningana sem hún er að rannsaka. Ég
tel að hér sé reyndar ekki um grundvallarmun að ræða. Þekkingin – sann-
leikurinn á hverjum tíma – er sköpunarverk djúpra tengsla vísindamannsins
við náttúruna og er því nánast eins og nýr veruleiki sem virkar sem ákveðin
uppgötvun og mælistika þeirra gilda sem spretta úr þessari vináttu. Þetta
lýsir sér best í því að í góðum vísindum staldrar sannleikurinn sjaldan lengi
við, rannsóknin heldur áfram og nýjar staðreyndir koma fram, vinátta
vísindamannsins við viðfangsefnið heldur áfram!16