Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 15
A ð h a fa t i l f i n n i n g u f y r i r n á t t ú r u n n i í v í s i n d u m TMM 2014 · 2 15 „[…] þegar ég var virkilega einbeitt í að vinna með þær var ég ekki fyrir utan þær, ég var þarna niðri. Ég var hluti af kerfinu. Ég var þarna niðri með þeim og allt varð stórt. Ég sá meira að segja innviði litninganna – í rauninni var allt þarna. Þetta kom mér á óvart vegna þess að mér leið í raun og veru eins og ég væri þarna niðri og þetta væru vinir mínir.“11 Og um samskipti sín við plönturnar segir hún: „Ég byrja á litlu fræplöntunum og ég get ekki slitið mig frá þeim. Mér finnst ég ekki almennilega með á nótunum ef ég fylgist ekki með plöntunum alla leið. Þannig að ég þekki sérhverja plöntu á akrinum. Ég þekki þær náið og þau kynni veita mér mikla ánægju“12. Ofangreindar til- vitnanir undirstrika mikilvægi trausts og vináttu í tengslum vísindamanns og viðfangsefnis hans. vináttan er í vissum skilningi hin vísindalega aðferð Barböru McClintock.13 Takið sérstaklega eftir því hve máttur samvista með náttúrunni og skoðunarinnar (the observation) er mikill. McClintock fer beinlínis inn í frumuna og með því að dvelja þar sér hún allt betur. Þessari reynslu má helst líkja við árangursríka samþjálfun huga og handar hjá lista- mönnum. Hreinskilni McClintocks er auðvitað einstök, og ekki er víst að margir vísindamenn myndu tjá sig svo um samband sitt við viðfangsefnið, jafnvel þó að raunveruleikinn segi að nándin í tengslunum sé mjög mikil. Jane Roland Martin hefur bent á að hin vísindalega aðferð McClintocks, eða a.m.k. hreinskilni hennar um hana, geti falist í því að hún sé kona og bendir á fleiri dæmi um það.14 Martin lýsir vináttuaðferðinni sem valkosti við hefðbundinn skilning á vísindalegri aðferð þar sem hlutlægni er höfð í fyrirrúmi, og nefnir hana „science in a different style“15, og hvetur til frekari rannsókna á henni. Ég leyfi mér að halda því fram að allir sannir vísindamenn beiti vináttuaðferðinni að meira eða minna leyti og að hún sé ein meginforsenda fyrir árangri þeirra. Aftur á móti er nauðsynlegt að skoða þetta nánar. Til dæmis má benda á að virðing, vinátta og ást vísindamanna beinist kannski frekar að sannleik- anum sem slíkum heldur en beint að viðfangsefninu sjálfu. Þekkingin felur þá í sér öll gildi vísindastarfsins. Líklegt er að bæði Einstein og Flemming myndu hafa tekið undir þessa afstöðu, en McClintock þorir að ganga lengra og lýsa vináttu sinni við maísinn og litningana sem hún er að rannsaka. Ég tel að hér sé reyndar ekki um grundvallarmun að ræða. Þekkingin – sann- leikurinn á hverjum tíma – er sköpunarverk djúpra tengsla vísindamannsins við náttúruna og er því nánast eins og nýr veruleiki sem virkar sem ákveðin uppgötvun og mælistika þeirra gilda sem spretta úr þessari vináttu. Þetta lýsir sér best í því að í góðum vísindum staldrar sannleikurinn sjaldan lengi við, rannsóknin heldur áfram og nýjar staðreyndir koma fram, vinátta vísindamannsins við viðfangsefnið heldur áfram!16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.