Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 41
S j ó n t r u f l a n i r TMM 2014 · 2 41 fanginn af Brynju. Allt frá því að ég hitti hana fyrst var ég svo heltekinn af henni að ég vissi að ég myndi aldrei vilja vera með neinni annarri konu. En þar sem ég var í eðli mínu fagurkeri fannst mér stundum gaman að horfa á fallegt kvenfólk, það var alveg meinlaust. Þessi gullfallega afgreiðslustúlka var bara eins og blóm í miðjum moldarbing þennan grámyglulega morgun, blóm sem maður getur ekki staðist að virða fyrir sér, jafnvel þefa aðeins af. Ég mundi svo vel eftir þessari bakaríisstelpu að ég þekkti hana aftur þegar ég sá hana í Kringlunni mörgum árum síðar. Þá var hún að skoða barnaföt með einhverjum álíka myndarlegum manni. Ég man ekki hvort hún var með framstæðan kvið eða ekki, enda var mér nákvæmlega sama. Ég þekkti hana bara aftur af sömu ástæðu og ég mundi eftir öllum fjandans smáatriðunum sem tengdust þessum degi. Deginum sem markaði upphafið að endalokum okkar Brynju. Að hálftíma liðnum fór ég aftur upp á biðstofuna og settist niður. Stuttu síðar kom Brynja fram. Það var farið að birta úti og hún var með einnota sólgleraugu á nefinu. Ég kyssti hana á kinnina og fylgdi henni út í bíl. Brynja var dálítið ringluð eftir kæruleysispilluna og þegar heim var komið fór hún beint inn í svefnherbergi og lagði sig. Læknirinn hafði mælt með því að hvíla augun og sofa úr sér lyfjamókið. Þegar hún vaknaði mátti hún búast við smá óþægindum, augnþurrki eða erfiðleikum með að fókusera. Óþægindin kæmu til með að hverfa á næstu dögum, það var einstaklingsbundið hversu langan tíma það tæki, allt frá einum degi uppí viku, sjaldan lengur. Brynja var hörkutól. Hún var stálhraust og samviskusöm og ég mundi ekki eftir því að hún hefði nokkurntímann tekið sér veikindafrí. Fyrr en þennan dag. En hún var auðvitað ekkert veik, bara nýkomin úr einfaldri aðgerð sem oftast var framkvæmd á ungu og hraustu fólki. Hún yrði komin á lappir innan skamms og gerði ráð fyrir því að fara í vinnuna daginn eftir. En mig langaði að nýta tækifærið á meðan hún var „lasin“ heima til þess að dekra örlítið við hana. Hún átti það skilið. Ég hafði ákveðið að vinna heiman frá og þegar ég hafði klárað verkefni dagsins fór ég og keypti í matinn. Ég ætlaði að elda eitthvað ljúffengt handa okkur. Brynja svaf allan daginn. Ég vakti hana ekki fyrr en maturinn var kominn á borðið, indverskur pottréttur ásamt hrísgrjónum og salati. Hún settist við borðið og brosti syfjulega. „Girnilegt.“ „Hvernig er sjónin?“ spurði ég. Hún virti mig fyrir sér og pírði augun. „Bara góð. Soldið erfitt að fókusera samt.“ „Svafstu vel?“ Brynja kinkaði kolli og fékk sér á diskinn. „Þessi kæruleysispilla hefur alveg slegið mig útaf laginu. Svafst þú lengi?“ „Ég? Nei, ég svaf ekki neitt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.