Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 87
„ Þa r e r u t r ö l l o g s y n g j a s ö n g“ TMM 2014 · 2 87 Það á ekki síst við um gesti af Þýskalandi, en eins og allir vita voru Þjóðverjar til skamms tíma einna duglegastir að sækja okkur heim. Til marks um þann tón sem enn ríkir í skrifum þýskra ferðamanna um íslenska náttúru má nefna grein sem birtist í einu virtasta dagblaði Þýska- lands, Süddeutsche Zeitung fyrir skömmu. Í greininni segir m.a.: Hér hefur náttúran enn sál, og manninum finnst hann vera gestur. Hvert fjall, hver hóll, á sína sögu, og stundum stangast sögurnar á. Harka landslagsins er í algerri andstöðu við mýkt jarðarinnar. Það er eins og náttúran hafi verið svipt klæðum og standi nakin frammi fyrir ferðamanninum. Í stað þess að gefa gaum að gróðri, litum og blómum, beinast augun að jörðinni sjálfri. Þau fylgja mjúklega sveigðum línum, beinaberum hornum, skörpum útlínum, rifum, holum og hrukkum. Með einstæðum hætti minnir þetta landslag á lifandi hold: þegar sólin brýst í gegnum skýin og daggarperlur glitra á mjúkum mosabreiðum, þegar djúpar tjarnir ljóma eins og græn augu í svörtu hrauni eða heitir hverir glitra eins og grænir og bláir eðalsteinar … Enda þótt það sé ólíklegt að þessi þýski blaðamaður hafi kynnt sér skáldskap Stefáns Harðar Grímssonar, minnir lýsing hans á ósnortinni náttúru lands- ins á upphaf ljóðsins vetrarmorgun eftir Stefán Hörð: Í grænan febrúarhimin stara brostin augu vatnanna frá kaldri ásjónu landsins. Það má segja að slíkar lýsingar beri allar að sama brunni: hvort sem það eru erlendir gestir eða íslenskir höfundar sem eiga í hlut, er ósnortinni náttúru Íslands lýst sem uppsprettu hugarróts sem oftar en ekki veldur þeim sem nýtur hennar sálrænum eða tilfinningalegum unaði. Það er sá unaður sem dr. Sigurður Þórarinsson átti við í grein sinni um fossana og ekki verður metinn til fjár eða mældur í kílóvattstundum. Í ljósi þess að flestir hugsuðir sögunnar hafa haldið því fram að andleg gæði séu manninum meira virði en veraldleg, virðist liggja beint við að varðveita og vernda það sem stuðlar að andlegri velsæld manna. Á því leikur enginn vafi að íslenskar óbyggðir f lokkast undir gæði af þessu tagi. Öræfakyrrðin, dulmagn jöklanna, hrynjandi fossar og kliður lækja, dómkirkjur fjallanna, steinar sem tala og breytast í bleikar hulduverur, allt eru þetta mikilvæg gæði sem ekki verða metin til fjár. Og á okkar tímum, þegar oftrú á efnisleg gæði tröllríður hinum vestræna heimi, þurfum við Íslendingar að hafa sérstakan vara á, svo að við missum ekki sjónar á þeirri miklu auðlind sem ósnortin náttúra landsins er. Slíkt myndi nefnilega jafngilda því að við gengjum á hlut þess sem er best og dýrast í okkur sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.