Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 144
144 TMM 2014 · 2
Höfundar efnis:
Andri Snær Magnason er rithöfundur. Síðasta bók hans, Tímakistan, kom út árið
2013.
Arthur Björgvin Bollason er heimspekingur og þýðandi.
Áslaug Helgadóttir er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Auður A. Hafsteinsdóttir er rithöfundur og hefur birt sögur í ýmsum tímaritum.
Baldur Óskarsson var skáld sem lést árið 2013 á áttugasta og fyrsta aldursári. Hann
starfaði lengi sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og var skólastjóri Myndlistar-
skólans í Reykjavík um árabil en helgaði sig ljóðagerð seinustu árin. Alls urðu
bækur hans fjórtán talsins og kom sú síðasta út árið 1010, „Langt frá öðrum
grjótum!“
Einar Falur Ingólfsson er ljósmyndari og ritstjóri menningarefnis hjá Morgunblaðinu.
Guðmundur J. Guðmundsson er sagnfræðingur og framhaldsskólakennari.
Guðmundur Andri Thorsson er ritstjóri TMM og rithöfundur. Seinasta bók hans var
skáldsagan Sæmd sem kom út árið 2013.
Guðrún Inga Ragnarsdóttir var í hópi þeirra ungu höfunda sem hlaut Nýræktarstyrk
miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir árið 2014, til að vinna að skáldsögu sinni
Plan B.
Jón Yngvi Jóhannsson er bókmenntafræðingur og formaður Hagþenkis.
Maríanna Clara Lúthersdóttir er leikkona og bókmenntafræðingur.
Pablo Neruda (1904–1973) var þjóðskáld Chilemanna á 20. öld.
Pjetur Hafstein Lárusson er skáld. Árið 2012 kom út eftir hann Ljóðasafn og sagna,
úrval ritverka 1972 til 2012.
Reynir Axelsson er stærðfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. Hann hefur
ritað mikið um klassíska tónlist, ekki síst Wagner.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir hefur starfað sem alþingismaður, prófessor í mann-
fræði, sendiherra og rithöfundur. Síðasta bók hennar var Ólafía – Ævisaga Ólafíu
Jóhannesdóttur, 2006.
Sigurður Örn Brynjólfsson er mannfræðingur, bókavörður og skáld.
Sigurlín Bjarney Gísladóttir er skáld. Síðasta ljóðabók hennar, Bjarg, kom út árið
2013.
Skúli Skúlason er líffræðingur og prófessor við Háskólann á Hólum.
Steinn Ármann Stefánsson (1966–2013) lagði m.a. stund á sjómennsku, en átti lengi
við andlega vanheilsu að stríða og dvaldi af þeim sökum á ýmsum stofnunum.
Uggi Jónsson er þýðandi, prófarkalesari og skáld.