Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 78
S i g r í ð u r D ú n a K r i s t m u n d s d ó t t i r 78 TMM 2014 · 2 tímunum saman eftir að fá að greiða atkvæði – í fyrsta sinn í lífinu – eins og hann sjálfur. Andrúmsloftið var þrungið bjartsýni og gleði, segir hann, við vorum eins og endurfædd þjóð.9 Eins og við var búist hlaut Afríska þjóðarráðið meirihluta atkvæða í kosningunum eða 62,6%, en samt heldur minna en þurfti til að flokkurinn gæti einn sett landinu nýja stjórnarskrá. Ekki voru allir liðsmenn þjóðar- ráðsins ánægðir með það. Mandela segist hins vegar hafa verið feginn, fleiri þyrftu að koma að gerð grunnlaganna en meirihlutinn því annars yrði stjórnarskráin talin stjórnarskrá Afríska þjóðarráðsins en ekki þjóðarinnar. Þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum og ljóst varð að Mandela yrði fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Suður-Afríku segist hann hafa hugsað mest um það að næstu árin yrði það hlutverk sitt að græða sár þjóðar sinnar, efla traust milli manna, ekki síst kynþátta, og koma á sáttum á milli einstaklinga og hópa eftir allar þær skelfingar sem dunið höfðu yfir fólk.10 Hann stóð við það og er sannleiks- og sáttanefndin, sem hann kom á fót og vinur hans Des- mond Tutu fór fyrir, einhver órækasti vitnisburðurinn um það. Regnboga- þjóðin, þjóð hinna mörgu kynþátta og ólíkra menningarhefða, var að fæðast og til þess þurfti sátt og gagnkvæma virðingu manna á milli. Þessi sátt er undirstrikuð í þjóðsöng Suður-Afríku, sem lögfestur var í tíð Mandela sem forseta, eða árið 1997. Söngurinn er settur saman úr lof söngv- um á þeim fimm tungumálum sem töluð eru af flestum í Suður-Afríku; xhosa (móðurmáli Mandela), Zulu, Sesotho, Afrikaans (máli Búanna) og ensku, en það tungumál er lingua franca Suður-Afríku. Í söngnum er guð beðinn um að blessa Suður-Afríku og varðveita börn hennar gegn öllum átökum. Hann er beðinn um að láta sameiningarkallið hljóma frá bláma himinsins, djúpi hafsins og gljúfrum fjallanna og gefa þjóðinni dug til að varðveita frelsið í „landinu okkar, Suður-Afríku“.11 Þessi söngur, sem hljómar við öll tækifæri í Suður-Afríku, birtir í hnotskurn sýn Mandela á hina nýju Suður-Afríku og það sem hann vildi gefa þjóð sinni með lífi sínu og starfi. Heimildir sem vitnað er til: Keane, F. 2013. „Obituary: Nelson Mandela“. BBC News, Africa. Lévi Strauss, C. 1963. Totemism. Penguin Books. Nelson Mandela 1994. Long Walk to Freedom. The Autobiograprhy of Nelson Mandela. Little, Brown and Company. Þjóðsöngur Suður-Afríku. Samtöl höfundar við fólk í Suður-Afríku og víðar um efni þessarar greinar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.