Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 34
G u ð m u n d u r A n d r i Th o r s s o n 34 TMM 2014 · 2 Hvernig rithöfundur var hann? Hann hafði sinn auðþekkta tón, sem gat verið alvörugefinn og geðríkur. Hann skrifaði af heitu skapi, það var þungi í skrifum hans, sem er sjaldgæfur í seinni tíð hjá flestum höfundum, en er kannski meðal þess sem gerir hann jafn ástsælan höfund og raun ber vitni. Hann notaði stór og þrungin orð eins og ættjörð og ást. Hann var stundum eins og staddur í gömlu ljóði með hamar að taka þar sýni eða gangandi um gömul jarðlög með ljóðabók í hendinni. En þunginn var aldrei einráður. Það er einhver ósegjanleg glettni í því hvernig hann lýsir sumum fuglum eða bara litlum læk að skoppa eða bernskumynd. Hann var stundum eins og leitandi gruflari. Hann var alltaf málsvari landsins. Til dæmis í Hálendinu, undir lokin: „Enginn á land; enginn á vatn, vind eða sól. En land á fólk, þjóðina sem í því býr og af því er orðið fósturjörð dregið. Ekkert getur breytt þessu, jafnvel þótt fólk elski ekki landið sitt, sé nákvæmlega sama hvernig um það er gengið og með það farið“ (bls. 408). Hvernig rithöfundur? Þegar hann skrifar í fuglabókinni sinni um veiði- bjölluna eða starann dregur hann fram allt það sem þessum fuglum getur orðið til málsbóta og reynir að sýna fram á hversu snjallir þeir eru og duglegir að bjarga sér. Hann heldur með þeim. Hann er fræðari í bókum sínum, kennir, sýnir. Hann er líka mynd- listarmaður, bækurnar hans eru bókverk í svipuðum skilningi og bókverk ýmissa myndlistarmanna, einkum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, og það er vert að gefa því gaum að engar tvær opnur í verkum Guðmundar Páls eru eins – sérhver opna hefur sinn sérstaka svip, sinn sérstaka karakter, og sýnir og leiðir í ljós eitthvað sérstakt. Stöðlun í bókagerð var honum þannig með öllu framandi: stundum er mynd og texti og rastagreinar með ljóðum eða öðru ítarefni; stundum bara mynd; stundum bara texti upp og niður alla opnuna. Sérhver opna er sjálfstætt listaverk. Þessi eiginleiki bóka Guðmundar Páls, þetta viðhorf hans til eigin bókagerðar, gerir líka enn magnaðri og átakanlegri þann gjörning hans sem margir muna eftir, þegar hann kom fram í sjónvarpinu og reif blaðsíðurnar úr bók sinni um Hálendið í náttúru Íslands þar sem sagði frá stöðum sem stóð til, eða búið var að eyðileggja. Lykilorðið í því hvernig Guðmundur Páll nálgaðist bókagerðina er sam- þætting eða kannski öllu heldur vistkerfi – eða kannski fer hér vel á að nota orðalag sem Benedikt Gröndal, öðrum náttúrufræðingi og rithöfundi var tamt: allt er eitt allsherjar sammensúrríum. Honum varð tíðrætt um að hjálpa yrði fólki að verða læst á bók náttúrunnar. Honum var tamt að líkja náttúrunni við bók sem við þyrftum ákveðnar forsendur til að skilja – verða læs á – og hann líkti gjarnan náttúruperlum okkar við handritin sem við geymum sem þjóðardýrgripi. „Náttúra er menningararfur“ sagði hann í Hálendinu, „líkt og tungumál, skáldskapur eða önnur arfleifð. Hvað við gerum við þann arf mun lýsa þroska okkar eða vanþroska, framsýni eða skammsýni“ (bls 401).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.