Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 99
R i c h a r d Wa g n e r o g g y ð i n g a r
TMM 2014 · 2 99
hlutar Wagner-bókarinnar); en einhvern veginn virðist stundum vera miklu
auðveldara að finna undarlegar meinlokur og fordóma. Svo er ekki alltaf
gott að segja hvað er hvað í þessum efnum: Telst til dæmis sú athugasemd
að leiðarfrymi Wagners líkist auglýsingum22 til innsæis eða lendir hún í ein-
hverjum öðrum flokki?
Kveikjan að öllu saman er ein setning í fyrsta kafla bókar Adornos um
Wagner. Þar stendur:
Nafnleysinginn ósýnilegi, Alberich, sem lætur greipar sópa um gullið, rænir og
ruplar, hinn sjálfumglaði, undirföruli kjaftaskur Mímir, ypptandi öxlum, getulausi
menningarvitinn og gagnrýnandinn Hanslick-Beckmesser, allir sem eru útskúfaðir
í verkum Wagners eru gyðingaskopstælingar.
[Der Gold raffende, unsichtbar-anonyme, ausbeutende Alberich, der achselzuc-
kende, geschwätzige, von Selbstlob und Tücke überfließende Mime, der impotente
intellektuelle Kritiker Hanslick-Beckmesser, all die Zurückgewiesenen in Wagners
Werk sind Judenkarikaturen.23]
Fyrsta spurningin sem hlýtur að vakna við lestur þessarar fullyrðingar er
þessi: Ef þetta er rétt, hvers vegna var ekki búið að koma auga á það miklu
fyrr? Hvers vegna þurfti mannkynið að bíða eftir að Theodor Adorno benti
því á það?
Þessi spurning virðist kalla á svar og því hafa ýmsir reynt að halda því
fram að vissulega hafi menn séð andgyðinglegan áróður í óperum Wagners
miklu fyrr. Það hefur samt gengið illa að finna fyrir því heimildir. Í grein
sem er andsvar við ritdómi eftir Hans Rudolf vaget um bókina eftir Rose,
sem kom við sögu hér á undan, halda Rasch og Weiner því fram að sú hug-
mynd að persónan Beckmesser í Meistarasöngvurunum sé skopstæling á
gyðingi hafi verið þekkt frá upphafi:
Er ekki marktækt að samtímamönnum Wagners fannst augljóst það sem vaget á
svo erfitt með að viðurkenna? Hvers vegna er það ekki áhugavert? Eins og vaget veit
mótmælti samfélag gyðinga í báðum borgum ákaflega þegar Die Meistersinger voru
fyrst fluttir í Berlín og vín, af því að þeim sárnaði framsetning Wagners á persónu
sem var sett saman úr lista [repertoire] af andgyðinglegum staðalímyndum. Þar að
auki könnuðust samtímamenn Wagners (og að auki þeir sem bjuggu í þýzkumæl-
andi [hluta] Evrópu skömmu eftir dauða hans) við slík andgyðingleg einkenni ekki
einungis í persónu Beckmessers. Framsetning meintra gyðinglegra eiginleika í tón-
list Niflungadvergsins Mímis (í Hrings-flokknum) vakti til dæmis athygli Gustavs
Mahler, manns sem var afar meðvitaður um hlutverk gyðingaandúðar í evrópskri
menningu 19. aldar og notkun tónlistar sem menningartáknmáls. Í kafla úr bréfi
árið 1898 til Natalie Bauer-Lechner fullyrti Mahler það sem hann trúði að væri
augljóst á þeim tíma: „Enginn vafi er á að með Mími ætlaði Wagner að gera gys að
gyðingum (með öllum einkennandi eðlisþáttum – smásmugulegri greind og græðgi
– blendingsmál þeirra er svo hugvitsamlega gefið í skyn í texta og tónlist) …“24