Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 116
R e y n i r A x e l s s o n
116 TMM 2014 · 2
í alvöru gefið í skyn að orðaleikurinn sé tilviljun.“ Auk þess bendir hann á
að í ævintýrinu fljúgi fugl inn í þyrnigerðið (sem er að vísu alls ekki rétt hjá
honum), en í söng Walthers fljúgi fugl út úr því, og loks að Walther stökkvi
upp á stól þegar hann syngur seinna erindið og horfi niður á meistarana, rétt
eins og pilturinn í ævintýrinu horfir niður á mannfjöldann frá gálgapall-
inum.
Eftir að hafa brotizt í gegnum marga Wagner-texta, sem skrifaði í fræði-
legum skrifum sínum einhverja tyrfnustu, knúsuðustu, þunglamalegustu og
torræðustu þýzku sem völ er á, og jafnvel reynt að þýða ýmis brot úr þeim, tel
ég mig vera nægilega kunnugan ritstíl Wagners til að fullyrða að orðaleikir
á borð við þann sem hér er verið að reyna að þröngva upp á hann eiga sér
fáar hliðstæður ef þá nokkrar í ritum hans. Orðin „bewehrt“ og „bewährt“
hafa ekki sama framburð; annað er nokkurnveginn með i-hljóði, hitt nokk-
urnveginn með e-hljóði. Ég reyndi að finna einhverja hliðstæðu á íslenzku
við þannan meinta orðaleik „bewehrt-bewährt“ en kom í fljótu bragði ekki
upp með neitt skárra en að hann sé álíka sannfærandi og að skilja eigi orð
Grettis-sögu „Orða sinna á hver ráð“ sem orðaleik og höfundur sögunnar
ætlist til að lesendur skilji setninguna sem „Orðasenna á hver ráð“ og beri
því að túlka þannig að orðaskak taki öll ráð af þeim sem í deilum standa.
En eins og vant er hafa margir þessa tilgátu Millingtons eftir honum
sem heilagan sannleik. Það vekur þó athygli að þeir eru yfirleitt ekki
þýzkumælandi. vaget sem, eins og áður sagði, tekur undir að Wagner sé
meðvitað að vísa í ævintýrið (þótt það nægi að hans mati ekki til að sanna
„andgyðinglegt innihald“ óperunnar), telur að Millington „skjóti yfir
markið“ með því að halda fram þessum „tilgerðarlega“ [angestrengt] orða-
leik.53 Dieter Borchmeyer, sem viðurkennir ekki neina slíka tilvísun, segir að
með þessum meinta orðaleik sé textatúlkun Millingtons orðin að „óviljandi
sjálfsskopstælingu“ og endi í fáránleika.54
Millington hefði kannski átt að treysta þýzkumælandi fræðimönnum
betur en sjálfum sér fyrir að dæma um þýzka orðaleiki; í staðinn brást hann
ókvæða við, kallar grein Borchmeyers „stórfurðulega“ [extraordinary], segir
hann inna af hendi „rökfræðileg kraftaverk“ og „klifra upp á sápukassa til að
hrópa“.55 En í raun hefur Millington ekkert annað andsvar en að Borchmeyer
vilji ekki viðurkenna kenninguna um orðaleikinn góða „þótt sannleikurinn
blasi við honum“ [even though the truth is staring him in the face]. Ætli þetta
sé ekki líka eina hugsanlega svarið sem mætti gefa barninu í ævintýrinu sem
segir að keisarinn sé ekki í neinu; „þú sérð ekki það sem blasir við þér“?
[Margar mistúlkanir texta í Wagner-óperum koma til af því að túlkend-
urnir hafa ekki gott vald á þýzku. Orðin „Ehrt eure deutschen Meister“ í
lokaatriði Meistarasöngvaranna hljóma dálítið öðruvísi þegar búið er að
þýða þau á ensku „Honour your German masters.“ „Hitler hefur verið
aldeilis ánægður að heyra þetta“ hef ég lesið um þessi orð í ritgerð hjá ein-
hverjum sem hefur ekki áttað sig á að „Meister“ í þýzku hefur alls ekki þá