Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 116

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 116
R e y n i r A x e l s s o n 116 TMM 2014 · 2 í alvöru gefið í skyn að orðaleikurinn sé tilviljun.“ Auk þess bendir hann á að í ævintýrinu fljúgi fugl inn í þyrnigerðið (sem er að vísu alls ekki rétt hjá honum), en í söng Walthers fljúgi fugl út úr því, og loks að Walther stökkvi upp á stól þegar hann syngur seinna erindið og horfi niður á meistarana, rétt eins og pilturinn í ævintýrinu horfir niður á mannfjöldann frá gálgapall- inum. Eftir að hafa brotizt í gegnum marga Wagner-texta, sem skrifaði í fræði- legum skrifum sínum einhverja tyrfnustu, knúsuðustu, þunglamalegustu og torræðustu þýzku sem völ er á, og jafnvel reynt að þýða ýmis brot úr þeim, tel ég mig vera nægilega kunnugan ritstíl Wagners til að fullyrða að orðaleikir á borð við þann sem hér er verið að reyna að þröngva upp á hann eiga sér fáar hliðstæður ef þá nokkrar í ritum hans. Orðin „bewehrt“ og „bewährt“ hafa ekki sama framburð; annað er nokkurnveginn með i-hljóði, hitt nokk- urnveginn með e-hljóði. Ég reyndi að finna einhverja hliðstæðu á íslenzku við þannan meinta orðaleik „bewehrt-bewährt“ en kom í fljótu bragði ekki upp með neitt skárra en að hann sé álíka sannfærandi og að skilja eigi orð Grettis-sögu „Orða sinna á hver ráð“ sem orðaleik og höfundur sögunnar ætlist til að lesendur skilji setninguna sem „Orðasenna á hver ráð“ og beri því að túlka þannig að orðaskak taki öll ráð af þeim sem í deilum standa. En eins og vant er hafa margir þessa tilgátu Millingtons eftir honum sem heilagan sannleik. Það vekur þó athygli að þeir eru yfirleitt ekki þýzkumælandi. vaget sem, eins og áður sagði, tekur undir að Wagner sé meðvitað að vísa í ævintýrið (þótt það nægi að hans mati ekki til að sanna „andgyðinglegt innihald“ óperunnar), telur að Millington „skjóti yfir markið“ með því að halda fram þessum „tilgerðarlega“ [angestrengt] orða- leik.53 Dieter Borchmeyer, sem viðurkennir ekki neina slíka tilvísun, segir að með þessum meinta orðaleik sé textatúlkun Millingtons orðin að „óviljandi sjálfsskopstælingu“ og endi í fáránleika.54 Millington hefði kannski átt að treysta þýzkumælandi fræðimönnum betur en sjálfum sér fyrir að dæma um þýzka orðaleiki; í staðinn brást hann ókvæða við, kallar grein Borchmeyers „stórfurðulega“ [extraordinary], segir hann inna af hendi „rökfræðileg kraftaverk“ og „klifra upp á sápukassa til að hrópa“.55 En í raun hefur Millington ekkert annað andsvar en að Borchmeyer vilji ekki viðurkenna kenninguna um orðaleikinn góða „þótt sannleikurinn blasi við honum“ [even though the truth is staring him in the face]. Ætli þetta sé ekki líka eina hugsanlega svarið sem mætti gefa barninu í ævintýrinu sem segir að keisarinn sé ekki í neinu; „þú sérð ekki það sem blasir við þér“? [Margar mistúlkanir texta í Wagner-óperum koma til af því að túlkend- urnir hafa ekki gott vald á þýzku. Orðin „Ehrt eure deutschen Meister“ í lokaatriði Meistarasöngvaranna hljóma dálítið öðruvísi þegar búið er að þýða þau á ensku „Honour your German masters.“ „Hitler hefur verið aldeilis ánægður að heyra þetta“ hef ég lesið um þessi orð í ritgerð hjá ein- hverjum sem hefur ekki áttað sig á að „Meister“ í þýzku hefur alls ekki þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.