Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 29
F e g u r ð i n , s ú s j á l f s t æ ð a h ö f u ð s k e p n a TMM 2014 · 2 29 og miðla. Hann sameinaði landafræði, sjálfsævisögu og myndlíkingu. Og hið sama gerði Guðmundur Páll tvímælalaust í sínum bestu verkum. Ljós- myndir hans af perlum landsins, sem hann kallaði svo, af öllum furðum strandarinnar, af fuglunum, svo ekki sé minnst á hálendið með auðnum sínum, svörtu söndum, hrjúfu fjöllum og forugu fljótum; hann beitti þekk- ingu sinni, natni og þjálfuðu auga myndbyggjandans – smiðsins! – til að koma því sem hann upplifði til skila til okkar. Það er nefnilega stór munur á manni með myndavél og ljósmyndara – þeir síðarnefndu eru mun fágætari og vitaskuld var hann einn af þeim. Landslags- og náttúruljósmyndun er sérstakt svið innan ljósmyndunar, sem hefur tekið nokkrum breytingum gegnum árin, þar sem andstæðir tískustraumar og ólík hugmyndafræði takast iðulega á. Sumir nálgast þetta sem heimildaljósmyndun, skrá til dæmis hvernig maðurinn reynir að drottna yfir náttúrunni, aðrir skrá undur lífríkisins af ástríðu, einhverjir nálgast land og náttúru með hreinræktaðan formalisma í huga; við sjáum þessa hluti, þessar stefnur, takast aftur og aftur á í listgreinum. Hinir miklu meistarar landslagsljósmyndunar, Carleton Watkins og Eadweard Muy- bridge komu fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum seint á 19. öld, með sínar risaglerplötur sem þeir lýstu í stórum vélum á stílhreinan hátt og í gríðarvel byggðum og fallegum myndum sem endurspegluðu mikilfengleika landslags Klettafjallanna. Skömmu síðar voru piktóralistar komnir á kreik og seldu vel ljósmyndir sem voru unnar með aðferðum sem fengu ljósmyndirnar til að minna á blýantsteikningar, eða hreinlega á málverk, og reyndu að vinna gegn þeirri vísindalegu nákvæmni sem miðillinn bauð í raun uppá. Svo komu Ansel Adams og Edward Weston og fleiri slíkir fram á sviðið og settu aftur fram kröfur um fullkomna skerpu og skýrleika, hreina og klára myndbygg- ingu, svo áhorfandinn sæi hvert smáatriði. Tæknin væri nýtt til fullnustu. við eigum merka brautryðjendur í landslagsljósmyndun hér á landi: Sigfús Eymundsson var fyrstur og einstakur á svo margan hátt, svo komu feðgarnir Magnús Ólafsson og Ólafur og báðir tóku markverð skref fram á við og byrjuðu líklega að kenna löndum sínum að meta landið, að horfa á það, rétt eins og Kjarval þegar hann um 1930 tók þá byltingarkenndu ákvörðun að hætta að horfa beint fram og fór að horfa niður – í hraunið. vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari kom með merkilega nýjung um svipað leyti. Undir áhrifum frá evrópskum módernistum með myndavélar sem mótaðir voru af hugmyndum Bauhaus-skólans, fór hann að horfa á formin í landinu og náttúrunni, oft óháð hvar og hvað hann var í sjálfu sér að mynda. Þegar ferðamönnum til landsins fjölgaði varð hið hefðbundna póstkorta- landslag þó algengast, prentgæði voru léleg og lítið gefið út af merkilegum bókum með myndum, og viðfangsefnin mótuðust ekki síst af því hvaða staði átti að sýna. Það var satt að segja lítið fútt í flestum þessum verkum, gæðalega séð. Segja má að mikilvæg og merk hvörf hafi síðan orðið í landslagsljós-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.