Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 62
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 62 TMM 2014 · 2 ljóst að samband þeirra Gríms hefur ekki alltaf verið jafn náið. Skáldævisögur hafa oft og tíðum það hlutverk, beint og óbeint, að sýna okkur höfundinn að baki verkunum, varpa ljósi á höfundarverkið og skýra það út frá sjónarhóli höfundarins sjálfs. Kisi kemur inn í líf Gríms um það leyti sem fyrsta bók hennar kemur út en yfirgefur hana sautján árum seinna, árið 2000, um það leyti sem skáldsagan Þögnin kom út. Hvort, og þá hvernig, eigi að lesa í fjarveru Kisa síðustu 14 árin, hvort innblásturinn hafi yfirgefið skáldið eða lesendur snúið við því bakinu, er opin spurning og kannski nokkuð viðkvæm. Þórunn Erlu- og valdimarsdóttir hefur jöfnum höndum skrifað sagnfræði og skáldskap allan sinn feril. Hún hefur oft látið reyna á skilin milli þessara tveggja greina og beitt meðulum skáldskaparins í sagnfræðiverkum af meiri dirfsku en flestir kollega hennar. Í Stúlku með maga fer hún hina leiðina og lætur sagnfræðina hafa áhrif á skáldskapinn. Bókin ber undirtitilinn „skáldættarsaga“ og innbyggð í hana er heilmikil umfjöllun um söguna, sögulegt samhengi og heimildir sem þeim standa til boða sem rannsaka for- tíðina. Sögumaður Stúlku með maga er Erla, móðir Þórunnar, og í sögunni fylgjum við henni á vit fortíðar ættarinnar þar sem hún gramsar í gömlum skjölum og bréfum úr stórum skjalaskáp úr járni. Erla segir sögu ættingja sinna, einkum karlanna, allt aftur á fyrri hluta nítjándu aldar. Skjalaskápurinn og sögurnar sem hún finnur í honum reynast lengst af geyma ótrúlega góða endurspeglun hefðbundinnar og nokkuð stórkarlalegrar sögu. Þetta eru sögur af athafnasemi karla, menntunar þrá, sköpun og uppbyggingu á meðan lítið spyrst til kvenna. Þær eru í bak- grunninum, ástkonur, eiginkonur og mæður. Þetta er saga af sannkölluðu feðraveldi. Þótt samúð sögumanns og söguhöfundar sé einatt með konunum í fortíðinni eru þær næstum ósýnilegar í frásögninni. Karlarnir eru frekir á athyglina, athafnasemi þeirra hefur skilið eftir sig fleiri spor í skjalasafninu en strit kvennanna og við fáum endalausar sögur af afrekum þeirra, brauð- striti og feilsporum. Einkum er sá hluti sögunnar sem helgaður er föðurafa Erlu, smiðnum og þúsundþjalasmiðnum Alexander valentínussyni, langdreginn og endur- tekningasamur, þar er tínt til hvert hús sem hann smíðar og farið í saumana á fjárhag hans og framkvæmdum. Í heildarbyggingu sögunnar hefur þessi smásmygli sinn tilgang. Hún sýnir hvernig fókus Sögunnar með stórum staf beinist einatt að því sem fært er í bókhald stofnana og fyrirtækja og er þannig hluti af femínískri gagnrýni sögukonunnar. En því er ekki að leyna að karlarnir í sögunni skyggja á konurnar lengi vel. Á hinn bóginn verður sagan ástríðufyllri og tilfinningarnar heitari þegar kemur að konunum og ekki síst sögu þeirra tveggja hjónabanda sem smám saman verða kjarninn í frásögninni, annars vegar hjónabands sögukonunnar sjálfrar og hins vegar foreldra hennar. Það er umhugsunarvert hversu fáar alvarlegar skáldsögur eftir konur komu út á síðasta ári. Þótt við bætum við glæpasögum, sem ekki verður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.