Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 86
A r t h u r B j ö r g v i n B o l l a s o n
86 TMM 2014 · 2
kemur hafi gert víðreist, áður en hann lagði upp í Íslandsferðina, eru flestir
á einu máli um þetta atriði. Blæbrigðaríkari náttúra en sú íslenska muni
vandfundin. Þessa verða allir varir sem fylgja erlendum ferðamönnum um
hálendi og víðerni landsins. Og það er ekki síst víðsýnið sem hrífur huga
erlendra gesta á fjöllum uppi. Sem og hitt að sjaldnast er nokkurt mannvirki
að sjá. Hægt er að fara um víðar lendur án þess að koma nokkurs staðar
auga á neina „bletti á náttúrunnar stóru bók“. Og fyrir utan þann sálar-
þvott sem fyrr var nefndur og margur erlendur gestur hefur talið sig finna í
návígi við ósnortna náttúru landsins, þá er eins og auðnin hafi stundum eins
konar „trúarleg“ áhrif á þá sem um hana fara. Ekki bara að fjöllin breytist
í „dómkirkjur jarðarinnar“, eins og Ruskin komst að orði, heldur fara upp-
lýstir Evrópubúar að finna fyrir einhvers konar dulmagni, sem þeir rekja að
nokkru leyti til náttúrunnar. Þessi tilfinning getur jafnvel orðið svo sterk
að hún beri erlenda gesti ofurliði. Sem dæmi um þetta er grein sem birtist í
víðfrægu þýsku tímariti fyrir fáeinum árum. Greinina skrifaði blaðakona og
rithöfundur á miðjum aldri. Í greininni lýsir konan því, þegar hún fer með
Kristleifi, bónda á Húsafelli, í ökuferð á jeppa inn að stóru gljúfri, uppi í fjall-
inu fyrir ofan bæinn. Eftir að hafa haft á orði, hve örugglega bóndinn stýri
jeppanum yfir ár og læki, um vegleysur upp á fjallið, segir greinarhöfundur:
Á Íslandi eru margir staðir, sem geta gert mann orðlausan. Þetta er einn sá áhrifa-
mesti, sem ég hef séð, með lítils háttar gróðri upp í miðjar hlíðar, vindi, vatni og
fjólubláum og grænum steinum sem hrynja niður í dalinn fyrir neðan. Mér finnst
ég ekki vera stærri eða merkilegri en mosinn sem hér grær. Eins og ég sé ekki annað
en hóstakjöltur jarðsögunnar, örsmá og skipti engu máli. Og skyndilega verður mér
ljóst, hvers vegna menn trúa hér á útburðarvæl í barni, sem fátæk vinnukona á að
hafa borið út í þessu gljúfri endur fyrir löngu.
Nú vill svo til að ég var sjálfur með í þessari ökuferð. Og ég þykist þess full-
viss að hvorki ég né kunningi minn, Kristleifur bóndi á Húsafelli, eigum eftir
að gleyma því sem gerðist, þegar við komum með konunni upp á barm hins
mikla gljúfurs í fjallinu. Þessi annars hvatvísa og lífsreynda kona umbreytt-
ist beinlínis í það hóstakjöltur jarðsögunnar sem hún talar um í greininni.
Þegar hún steig út úr jeppanum þarna á fjallinu gagntók dulmagn staðarins
hana svo gjörsamlega, að hún brast í grát. Hún stóð þarna á gljúfurbarm-
inum, hátt uppi á fjallinu, og tárin streymdu niður kinnarnar. Hún sagði mér
eftir á að þrátt fyrir að hún hefði farið víða og komið í allar heimsálfur, hefði
hún aldrei orðið fyrir neinu þessu líku. Hún hefði aldrei kynnst því fyrr að
landslag hefði snortið hana svo djúpt og komið jafn miklu róti á hugann. Þar
sem hún stóð þarna uppi á fjallinu hafi hún orðið fyrir snert af dulrænni
reynslu, sem hefði verið henni lokuð bók til þessa. Ástæðan fyrir því að ég
var svo margorður í upphafi máls um það, hvernig íslenskir höfundar hafa
lýst hughrifum sínum af náttúru landsins, var einfaldlega sú að þessum
lýsingum svipar mjög til þess sem erlendir gestir hafa skrifað um sama efni.