Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 83
„ Þa r e r u t r ö l l o g s y n g j a s ö n g“
TMM 2014 · 2 83
ímyndunarafl og í lýsingu Þórbergs á steininum góða sem hann festi sjónir á
í fjallshlíðinni fyrir ofan bæinn Hala í Suðursveit:
Það var eitt við þennan stein, sem gerði hann furðulegan og ólíkan öllum steinum
öðrum, og nú ætla ég að segja það, þó að það sé ótrúlegt. Hann var alltaf ósýni-
legur nema í sólskini og sást þó aldrei í sólskini fyrr en sól var komin um það bil í
hádegisstað. Eftir það sást hann allan daginn , meðan sól skein á hann. En undireins
og sólsett varð þarna uppi í Mosunum eða ský dró þar fyrir sólu, þá varð hann aftur
ósýnilegur. Þá var eins og það hefðu verið ofsjónir í mér, að hann hefði verið til.
Þetta var óhugnanlega dularfullt.
Það voru þessi hamskipti steinsins úr ósýnilegri veru í sýnilega og aftur í ósýnilega
í björtu, sem gerðu hann merkilegri en alla aðra steina í fjallshlíðinni, kannski í öllum
fjallshlíðum í heiminum. Þarna stóð hann í grjótskriðu uppi í Mosunum eins og ljós-
bleik hulduvera, ólíkur öllum öðrum steinum, einn sér, algerður einstæðingur. Hann
hafði engan til að tala við. Ég vorkenndi honum. Mér fannst honum hlyti að líða illa
af því, hvað hann var einmana, eins mikið lifandi og hann var.
Í þessum orðum sjáum við hvernig steinn í fjallshlíð fær líf og lit og örvar
ímyndun ungs drengs sem leikur sér í túninu fyrir neðan. Og fyrir þá sem
vilja lesa meira má nefna að af þessum steini og skiptum meistara Þórbergs
við hann er þó nokkur saga, sem ekki verður rakin hér. Þó að þessi texti
úr bókinni Steinarnir tala sýni kannski fyrst og fremst hversu næmur
Þórbergur var fyrir blæbrigðum jafnvel einföldustu og smæstu hluta í nátt-
úrunni, þá hafa ýmsir fleiri orðið til þess að lýsa blæbrigðum íslenskrar nátt-
úru á áhrifamikinn hátt. Og það á ekki aðeins við um Íslendinga, heldur hafa
erlendir gestir á stundum dregið upp glæstar myndir af hughrifum sínum af
þessu tagi. Einn þeirra er þýski norrænufræðingurinn Andreas Heusler, sem
var á sínum tíma mikilvirkur fræðimaður og þýddi m.a. Brennu Njáls sögu
á þýsku. Í ritgerð sinni „Íslandsmyndir“, sem Heusler skrifaði skömmu fyrir
aldamótin 1900, lýsir hann einkennum íslensks landslags á tilþrifamikinn
hátt. Lýsing Heuslers er ekki síst forvitnileg fyrir þá sök, að hann ber náttúru
Íslands saman við náttúru annarra landa. Heusler segir:
Íslenzkum svæðum eru sameiginlegir nokkrir eiginleikar, er að mestu leyti stafa af
loftinu. Svo skærir og léttir litir, að ekki verður með orðum lýst; oft er engu líkara en
sjónarsviðinu hafi verið andað á landið. Fjarsýnin er undarlega skýr, en aldrei hvöss
og hörð. Mörg landsvæði eru litauðug, en aldrei flikrótt og skræpuleg. Ég get ekki
hugsað mér að íslenzkt landslag náist til fulls nema með vatnslitum. Á heimleiðinni
kom mér það kynlega fyrir sjónir, hve litirnir umhverfis Edinborg voru dumbir og
þungir; það kom ekki af verksmiðjureyknum brezka: á Sjálandi voru áhrifin eins.
Nándin virtist svartleit og þungleg, fjarsýnin annaðhvort óskýr eða hörð. – Jafn ein-
stillta liti og á Íslandi þekki ég annars aðeins á Ítalíu. En aðalblærinn er allur annar:
íslenzka ljósið er alltaf grárra, silfraðra, og áhrif þess því svalari. Himinbláminn er
líka miklu ljósari. Kvöldroðinn á himninum og á jökulbungunum er viðkvæmari,
kaldari, bláleitari en hin rauðgullna glóð Alpafjallanna, hann líkist meira hinni
sjaldgæfu hreinu Alpaglóð, sem kemur eftir fyrstu bliknun tindanna.