Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 83

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 83
„ Þa r e r u t r ö l l o g s y n g j a s ö n g“ TMM 2014 · 2 83 ímyndunarafl og í lýsingu Þórbergs á steininum góða sem hann festi sjónir á í fjallshlíðinni fyrir ofan bæinn Hala í Suðursveit: Það var eitt við þennan stein, sem gerði hann furðulegan og ólíkan öllum steinum öðrum, og nú ætla ég að segja það, þó að það sé ótrúlegt. Hann var alltaf ósýni- legur nema í sólskini og sást þó aldrei í sólskini fyrr en sól var komin um það bil í hádegisstað. Eftir það sást hann allan daginn , meðan sól skein á hann. En undireins og sólsett varð þarna uppi í Mosunum eða ský dró þar fyrir sólu, þá varð hann aftur ósýnilegur. Þá var eins og það hefðu verið ofsjónir í mér, að hann hefði verið til. Þetta var óhugnanlega dularfullt. Það voru þessi hamskipti steinsins úr ósýnilegri veru í sýnilega og aftur í ósýnilega í björtu, sem gerðu hann merkilegri en alla aðra steina í fjallshlíðinni, kannski í öllum fjallshlíðum í heiminum. Þarna stóð hann í grjótskriðu uppi í Mosunum eins og ljós- bleik hulduvera, ólíkur öllum öðrum steinum, einn sér, algerður einstæðingur. Hann hafði engan til að tala við. Ég vorkenndi honum. Mér fannst honum hlyti að líða illa af því, hvað hann var einmana, eins mikið lifandi og hann var. Í þessum orðum sjáum við hvernig steinn í fjallshlíð fær líf og lit og örvar ímyndun ungs drengs sem leikur sér í túninu fyrir neðan. Og fyrir þá sem vilja lesa meira má nefna að af þessum steini og skiptum meistara Þórbergs við hann er þó nokkur saga, sem ekki verður rakin hér. Þó að þessi texti úr bókinni Steinarnir tala sýni kannski fyrst og fremst hversu næmur Þórbergur var fyrir blæbrigðum jafnvel einföldustu og smæstu hluta í nátt- úrunni, þá hafa ýmsir fleiri orðið til þess að lýsa blæbrigðum íslenskrar nátt- úru á áhrifamikinn hátt. Og það á ekki aðeins við um Íslendinga, heldur hafa erlendir gestir á stundum dregið upp glæstar myndir af hughrifum sínum af þessu tagi. Einn þeirra er þýski norrænufræðingurinn Andreas Heusler, sem var á sínum tíma mikilvirkur fræðimaður og þýddi m.a. Brennu Njáls sögu á þýsku. Í ritgerð sinni „Íslandsmyndir“, sem Heusler skrifaði skömmu fyrir aldamótin 1900, lýsir hann einkennum íslensks landslags á tilþrifamikinn hátt. Lýsing Heuslers er ekki síst forvitnileg fyrir þá sök, að hann ber náttúru Íslands saman við náttúru annarra landa. Heusler segir: Íslenzkum svæðum eru sameiginlegir nokkrir eiginleikar, er að mestu leyti stafa af loftinu. Svo skærir og léttir litir, að ekki verður með orðum lýst; oft er engu líkara en sjónarsviðinu hafi verið andað á landið. Fjarsýnin er undarlega skýr, en aldrei hvöss og hörð. Mörg landsvæði eru litauðug, en aldrei flikrótt og skræpuleg. Ég get ekki hugsað mér að íslenzkt landslag náist til fulls nema með vatnslitum. Á heimleiðinni kom mér það kynlega fyrir sjónir, hve litirnir umhverfis Edinborg voru dumbir og þungir; það kom ekki af verksmiðjureyknum brezka: á Sjálandi voru áhrifin eins. Nándin virtist svartleit og þungleg, fjarsýnin annaðhvort óskýr eða hörð. – Jafn ein- stillta liti og á Íslandi þekki ég annars aðeins á Ítalíu. En aðalblærinn er allur annar: íslenzka ljósið er alltaf grárra, silfraðra, og áhrif þess því svalari. Himinbláminn er líka miklu ljósari. Kvöldroðinn á himninum og á jökulbungunum er viðkvæmari, kaldari, bláleitari en hin rauðgullna glóð Alpafjallanna, hann líkist meira hinni sjaldgæfu hreinu Alpaglóð, sem kemur eftir fyrstu bliknun tindanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.