Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 91
R i c h a r d Wa g n e r o g g y ð i n g a r TMM 2014 · 2 91 Ítalir væru að drepa á móti. Þegar Eco svaraði að Ítalir hefðu háð sitt síðasta stríð fyrir meira en hálfri öld og ættu núna enga sérstaka óvini fannst bíl- stjóranum það alls ekki trúverðugt. Hvernig getur land ekki átt neina óvini? Eco segist hafa gefið honum ríflegt þjórfé þegar hann steig út úr bílnum til að bæta honum upp friðsemi Ítala og ekki hafa áttað sig á því fyrr en þá að hann hefði átt að svara því til að Ítalir ættu sér enga utanaðkomandi óvini vegna þess að þeir væru alltaf í stríði innbyrðis. Þetta verður svo Eco tilefni til að velta því fyrir sér hvort þjóðir, hópar eða jafnvel einstaklingar hafi ein- hverja innri þörf fyrir að búa sér til óvini. Eftir að hafa velt fyrir sér mörgum dæmum, þar á meðal tilvitnunum í ritverk Wagners, virðist hann komast að þeirri niðurstöðu að svo hljóti að vera. Það er auðvelt að eignast óvini, því að það getum við gert meira og minna einhliða: við getum valið þá að eigin geðþótta. við ráðum minna um það hverjir verða vinir okkar, það krefst gagnkvæmni: við getum ekki ákveðið þá alveg upp á eigin spýtur, þótt við verðum að veita samþykki, ef svo má segja. En allra minnstu ráðum við um hvaða óvini eða þá hvaða vini og aðdáendur við kunnum að eignast eftir dauðann. Það er vissulega eins og Richard Wagner hafi verið einn af þeim sem hafa þessa innri þörf fyrir að skapa sér óvini, og honum tókst að finna sér yfirnóg af þeim. Hann átti það til að búa sér þá til í stórum hópum. Þótt hatur hans á gyðingum sé illræmdast voru hóparnir fleiri sem hann hafði ímugust á; hann hafði horn í síðu Frakka, kaþólikka og sér í lagi Jesúíta, blaðaútgefenda og blaðamanna, allra sem fara illa með dýr, einkum vísindamanna sem stunda kvikskurði, svo að eitthvað sé nefnt. vanþóknun hans beindist líka að einstökum mönnum, svo sem gagnrýnandanum Eduard Hanslick (sú vanþóknun var gagnkvæm) eða þá tónskáldum sem honum líkaði ekki við, og þau voru býsna mörg. Hann var ófeiminn við að lýsa þessari vanþóknun sinni í ræðu og riti, og sparaði ekki stór orð. Wagner átti líka marga vini og aðdáendur meðan hann lifði, og síðustu árin hafði hann venjulega dálitla hirð þeirra kringum sig. Það vekur athygli hve margir þeirra voru gyðingar. Þótt hann hafi hatazt við gyðinga sem hóp virðist hann vel hafa kunnað að meta þá einn og einn. Þeir sem vilja gera sem allramest úr gyðingaandúð Wagners hafa á síðustu áratugum tekið upp þann leiða sið að úthúða þessum mönnum og gera lítið úr þeim. Nefnum aðeins eitt af fjölmörgum óviðfelldnum dæmum: Í bókinni Wagner: Race and Revolution eftir Paul Lawrence Rose (London, 1992; sjá bls. 119 og áfram) eru þeir kallaðir húsgyðingar (House-Jews eða Haus-Israeliten) og sagðir haldnir „vel þekktu sálfræðilegu heilkenni“.5 Meðal þeirra var hljómsveitarstjórinn Hermann Levi, sem stjórnaði frumflutningi óperunnar Parsifal. Rose vitnar í bréf Levis til föður síns, gamals rabbína, að „það dásamlegasta sem mér hefur hlotnast í lífi mínu eru þau forréttindi að vera náinn slíkum manni [Wagner], og ég þakka guði fyrir það á hverjum degi“ og segir þetta vera „sérkennilega æfingu í sjálfsniðurlægingu“, Levi er kallaður „óttafullur og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.