Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Blaðsíða 27
F e g u r ð i n , s ú s j á l f s t æ ð a h ö f u ð s k e p n a TMM 2014 · 2 27 við andlát Guðmundar Páls höfðu margir á orði, að með árunum hafi myndin af manninum og því sem knúði hann áfram í lífinu smám saman tekið að skýrast; hvernig hann sankaði að sér allskyns og fljótt á litið afar ólíkri og í raun ósamstæðri reynslu á fyrri hluta ævinnar, lagði stund á allrahanda nám hér heima og austan hafs og vestan, og tókst á við ýmis störf, þar á meðal kennslu og skólastjórn – var það allt til að vera reiðubúinn þegar hann tækist síðan á við það risastóra verkefni að fræða okkur fávísa Íslendinga um hvað við hefðum í höndunum, hvað við ættum – hina ein- stöku náttúru, og hvernig við ættum í raun að líta á hana og haga okkur gagnvart henni. Þótt starf Guðmundar Páls (fyrir okkur og fyrir náttúruna) hafi notið sívaxandi aðdáunar – (hvernig var annað hægt?), þá naut fróðleiksþorsti hans og menntunarþörf ekki alltaf skilnings. Móðir mín hefur nokkrum sinnum rifjað upp hvernig góður fjölskylduvinur, mætur kaupmaður í Keflavík, velti því eitt sinn áhyggjufullur fyrir sér hvers vegna þessi tengdasonur sinn hefði endað sem eilífðarstúdent og hvort eitthvað yrði úr honum! við höfum svörin við því í dag … Ljósmyndun var ein þeirra greina sem Guðmundur Páll lagði stund á og hann var formlega menntaður ljósmyndari – þótt það sé í raun ekki for- senda fyrir því að menn geti orðið sleipir í faginu; hann lærði það í Svíþjóð, í Stockholms Fotografiska Skola, á árunum 1970 til 1974 – en um leið lagði hann stund á doktorsnám í sjávarlíffræði. Næstu ár starfaði hann jöfnum höndum við köfun, bókahönnun, trésmíðar, fiskveiðar og teikningar. Tíu árum eftir að hann lauk námi í Stokkhólmi lagði Guðmundur Páll síðan stund á listnám í Bandaríkjunum – og þar er þetta allt farið að koma saman. Ljósmyndavélin er einfaldlega skráningartæki og með því er hægt að skrásetja nánast hvað sem maður hugsar sér, á hlutlægan hátt, á meðan höndin getur dregið upp annars konar og huglægari skrásetningu. Skapandi listamaður eða skapandi skrásetjari á sér alltaf val um áhöld þegar búið er að læra tæknina, það sjáum við sífellt betur í samtímalistinni, og Guðmundur Páll þjálfaði sig á einmitt slíkan hátt – hann vildi hafa vald yfir tækninni til að geta komið hugsunum sínum hnökralaust á framfæri. við ræddum einmitt mikilvægi þess, hvernig vald yfir tækninni gæfi skapandi frelsi, síðustu skiptin sem við hittumst. Eftir þennan tíma í Bandaríkjunum um miðjan níunda áratuginn er sem Guðmundur Páll hafi verið reiðubúinn að takast á við þau verkefni sem biðu hans; eftir það starfaði hann sem rithöfundur – og þá bókagerðarmaður í hinni víðustu merkingu, náttúrufræðingur, fyrirlesari og kennari, sem baráttumaður og leiðtogi í náttúruvernd, og sem náttúruljósmyndari. Því þannig beitti Guðmundur Páll þessu skráningartæki, myndavélinni, til að skrá fyrirbæri lands og náttúru, til að sýna og segja frá. Hann var vissulega ástríðufullur ljósmyndari og áhugasamur um vandaða ljósmyndun – það kom fram í samtölum við hann, sem teygðust á langinn, hvort sem við hitt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.