Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 99
R i c h a r d Wa g n e r o g g y ð i n g a r TMM 2014 · 2 99 hlutar Wagner-bókarinnar); en einhvern veginn virðist stundum vera miklu auðveldara að finna undarlegar meinlokur og fordóma. Svo er ekki alltaf gott að segja hvað er hvað í þessum efnum: Telst til dæmis sú athugasemd að leiðarfrymi Wagners líkist auglýsingum22 til innsæis eða lendir hún í ein- hverjum öðrum flokki? Kveikjan að öllu saman er ein setning í fyrsta kafla bókar Adornos um Wagner. Þar stendur: Nafnleysinginn ósýnilegi, Alberich, sem lætur greipar sópa um gullið, rænir og ruplar, hinn sjálfumglaði, undirföruli kjaftaskur Mímir, ypptandi öxlum, getulausi menningarvitinn og gagnrýnandinn Hanslick-Beckmesser, allir sem eru útskúfaðir í verkum Wagners eru gyðingaskopstælingar. [Der Gold raffende, unsichtbar-anonyme, ausbeutende Alberich, der achselzuc- kende, geschwätzige, von Selbstlob und Tücke überfließende Mime, der impotente intellektuelle Kritiker Hanslick-Beckmesser, all die Zurückgewiesenen in Wagners Werk sind Judenkarikaturen.23] Fyrsta spurningin sem hlýtur að vakna við lestur þessarar fullyrðingar er þessi: Ef þetta er rétt, hvers vegna var ekki búið að koma auga á það miklu fyrr? Hvers vegna þurfti mannkynið að bíða eftir að Theodor Adorno benti því á það? Þessi spurning virðist kalla á svar og því hafa ýmsir reynt að halda því fram að vissulega hafi menn séð andgyðinglegan áróður í óperum Wagners miklu fyrr. Það hefur samt gengið illa að finna fyrir því heimildir. Í grein sem er andsvar við ritdómi eftir Hans Rudolf vaget um bókina eftir Rose, sem kom við sögu hér á undan, halda Rasch og Weiner því fram að sú hug- mynd að persónan Beckmesser í Meistarasöngvurunum sé skopstæling á gyðingi hafi verið þekkt frá upphafi: Er ekki marktækt að samtímamönnum Wagners fannst augljóst það sem vaget á svo erfitt með að viðurkenna? Hvers vegna er það ekki áhugavert? Eins og vaget veit mótmælti samfélag gyðinga í báðum borgum ákaflega þegar Die Meistersinger voru fyrst fluttir í Berlín og vín, af því að þeim sárnaði framsetning Wagners á persónu sem var sett saman úr lista [repertoire] af andgyðinglegum staðalímyndum. Þar að auki könnuðust samtímamenn Wagners (og að auki þeir sem bjuggu í þýzkumæl- andi [hluta] Evrópu skömmu eftir dauða hans) við slík andgyðingleg einkenni ekki einungis í persónu Beckmessers. Framsetning meintra gyðinglegra eiginleika í tón- list Niflungadvergsins Mímis (í Hrings-flokknum) vakti til dæmis athygli Gustavs Mahler, manns sem var afar meðvitaður um hlutverk gyðingaandúðar í evrópskri menningu 19. aldar og notkun tónlistar sem menningartáknmáls. Í kafla úr bréfi árið 1898 til Natalie Bauer-Lechner fullyrti Mahler það sem hann trúði að væri augljóst á þeim tíma: „Enginn vafi er á að með Mími ætlaði Wagner að gera gys að gyðingum (með öllum einkennandi eðlisþáttum – smásmugulegri greind og græðgi – blendingsmál þeirra er svo hugvitsamlega gefið í skyn í texta og tónlist) …“24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.