Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 10
A n d r i S n æ r M a g n a s o n 10 TMM 2014 · 2 rambað á þetta fyrr? Það eru ekki nema ca tveir milljarðar manna sem trúa á heilagleika Kailash-fjalls! Hví baular búkolla? Með hliðsjón af Auðhumlu er nokkuð augljóst hvers vegna Kínverjar ásælast Tíbet og munu aldrei láta það af hendi. Ef þeir hafa Tíbet – þá hafa þeir Auðhumlu og sá sem hefur Auðhumlu hefur yfirráð yfir helsta vatns- forðabúri Asíu. Í tengslum við þessa vinnu hef ég rætt við fjölmarga jökla- fræðinga, ég hef kafað ofan í bækur og greinar og niðurstaðan er býsna afgerandi. Auðhumla er illa stödd, hún er hugsanlega að deyja. Jöklar víða um heim og víða á Himalayasvæðinu bráðna sem aldrei fyrr og þar af leiðandi gæti líf tugmilljóna ef ekki hundruða milljóna manna verið í hættu vegna þeirra breytinga sem bráðnunin hefur í för með sér. Fólk gæti hugsanlega lagað sig að hækkun sjávarborðs – en hvernig á að bregast við þegar sjálf upptök vatnsins, sjálf framrás lífsins stöðvast? Hvað gera menn ef vatnsskortur kemur upp í Kína – og stjórnvöld ákveða að láta Brahmapuhtra ekki renna „vannýtta“ og „til einskis“ inn í Bangladesh? Ég sótti ótal skýrslur og rannsóknir til vísindamanna sem starfa við fremstu háskóla heimsins. MIT, Harvard auk Háskóla Íslands – og það er svo magnað að sjá viðvaranir náttúruvísindamanna eru allar á sömu leið og margir hverjir hafa stigið út úr strangvísindalegum fasa og orðið hreinir aktívistar. Þeim er ofboðið – þeir hafa ekki þolinmæði til að hlíta strangri orðræðu vísindanna í heimi þar sem 1% efasemdarraddir fá jafn mikið og jafnvel meira vægi en áratugarannsóknir vísindamanna. Margir vísindamenn eru því farnir að orða hlutina mjög skýrt: við verðum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, annars gætu ræktarlönd skrælnað og fólk gæti dáið. En sömu háskólar og framleiða jökla og loftslagsfræðinga búa til viðskipta- og verkfræðinga í þúsundavís og þessar greinar stýra heimsfram- leiðslunni í þveröfuga átt. Menn gefa út skýrslur fullar af bjartsýni og spá tvöföldun í plastframleiðslu, tvöföldun í stáli, áli, kopar, pappír – tvöföldun olíunotkunar og aukinni kjötneyslu. við sjáum þetta hérna heima – þar sem vegur var lagður gegnum Gálgahraun – vegna þess að umferð átti að fara frá 4000 bílum á sólarhring – upp í 20.000. Svona spá er talin sjálfsögð í landi – þar sem jöklar bráðna hvað hraðast. Hvernig stendur á því? Les verk- fræðingurinn ekki tímarit Jöklarannsóknarfélagsins? Ég held að sú sýn sem Guðmundur Páll leggur fram í sínum bókum, þar sem náttúrufræðin, siðfræðin, sagan, heimspekin og framtíðin – eru öll lögð að jöfnu og sett fram af einstaklega mikilli mennsku og næmu fegurðar- skyni, sé eina leiðin til að lifa af á þessari jörð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.