Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 102
R e y n i r A x e l s s o n 102 TMM 2014 · 2 þá er ekkert sem bendir til að þau hafi stafað af því að áheyrendur hafi orðið varir við andgyðinglegan áróður í óperunni. Í andsvari við greininni eftir Rasch og Weiner sem er birt strax á eftir henni í sama tímaritshefti segir vaget: En hvað vitum við um þessi mótmæli? Beindust þau í raun að lýsingu Beckmessers sem gyðings? Eða var þeim frekar beint að alræmdri gyðingaandúð Wagners sem (einmitt þá, 1869) hafði endurbirt ömurlegan bækling sinn Das Judentum in der Musik? Mér virðist við þurfa að læra talsvert meira um þessa atburði – nákvæmt sögusvið þeirra, nákvæmar ástæður – áður en við getum notað þá sem sönnun þess að [óperan] Die Meistersinger hafi verið skilin sem miðill til að breiða út gyðinga- hatur. Þótt margt hafi verið skrifað um málið síðan virðist þó enginn hafa haft fyrir að athuga það gaumgæfilega fyrr en Jonas Karlsson í fyrrnefndri doktorsritgerð frá því í hittifyrra. Meistarasöngvararnir voru frumfluttir við frábærar undirtektir í München 21. júní 1868 og síðan sýndir næsta ár í Dresden, Dessau, Karlsruhe, Hannover, Mannheim og Weimar, aftur við frábærar undirtektir áheyrenda (en ekki allra gagnrýnenda). Þá kemur bæklingurinn um Gyðingdóm í tónlist út, og eftir það kom að fyrstu sýningunni í vínarborg. Hún var 27. febrúar 1870, eftir að henni hafði verið frestað margsinnis vegna veikinda söngvara. Karlsson hefur nú tekið sig til, lesið umsagnir vínarblaðanna frá þessum tíma og hann getur því gefið gott yfirlit um hvað gerðist.27 Mótmæli hófust undir lok annars þáttar (sem mörgum þótti langdreginn og leiðinlegur) þegar kvöldlokka Beckmessers hófst, en hún þótti mörgum afkáraleg. Þau héldu síðan áfram út þáttinn, en þriðji þáttur virðist hafa sloppið. Í einu blaði stendur að vinir og and- stæðingar tónskáldsins hafi þekkzt af lit sínum (þýzka orðið er Färbung), en af öðrum virðist mega álykta að skiptingin hafi alls ekki ráðizt af því hverjir voru gyðingar og hverjir voru „germanir“ (eins og það var kallað). Það sem máli skiptir fyrir okkar athugun er að hvergi örlar á grunsemdum um að í óperunni komi í ljós andúð á gyðingum, né að Beckmesser hafi verið túlk- aður sem skopstæling á gyðingi. (Þótt fyrstu sýningarnar í Mannheim hafi gengið áfallalaust urðu mótmæli á seinni sýningum, eftir að bæklingurinn kom út.) við þetta má bæta að ekki einu sinni nazistum tókst að finna andgyðing- legan anda í óperum Wagners. David B. Dennis hefur farið í gegnum fjöldann allan af ritum frá nazistatímanum og áratugunum þar á undan til að athuga hvort þar megi finna einhverja umfjöllun um andgyðinglegar tilvísanir í Meistarasöngvurunum. Upptalning þessara rita í grein hans28 er hátt á aðra blaðsíðu og endar á tveimur helztu dagblöðum nazista, Völkischer Beobachter og Der Angriff, en í þeim einum fann hann næstum 300 greinar um Wagner og þar af yfir 30 um Meistarasöngvarana. Niðurstaðan er sú að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.