Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Side 26

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Side 26
24 ákafa klóniska krampa — sem nálega höfðu gert út af við þau. 1 sjúklingur fékk liðabólgu upp úr skarlatssóttinni. Enginn sjúkl- ingur dó. ScySisfj. Hefir verið viðflækt hér síðan haustið 1932, en virðist nú algerlega útdauð. 1 barn dó úr septiskri skarlatssótt, og var það eina tilfeliið af því tagi. Annars var veikin alltaf mjög væg. Aldrei hefir verið beitt neinum ströngum sóttvarnarráðstöfunum eða inni- lokun á fólki viðhöfð, heldur aðallega brýnt fyrir sýktum heimilum að viðhafa alla varúð í umgengni við önnur heimili og dagleg sótt- hreinsun um hönd höfð eftir mætti. Fáskrúösfj. Fylgikvillar: ot. media á 2 sjúklingum. Mýrdals. Skarlatssótt barst í Mýrdalinn frá Hafnarfirði, komst á 3 heimili, en varð stöðvuð með samgönguvarúð. Um líkt leyti mun hún hafa borizt undir Eyjafjöll. Vissi ég ekki um hana [)ar fyrr en hún hafði náð allmikilli útbreiðslu, og sennilega meiri en mér varð nokkurntíma kunnugt um. Yfirleitt var hún væg, en eyrnabólgur voru mjög tíðar í sambandi við hana. Vestmannaeijja. Aðeins 2 tilfelli, einangruð á sjúkrahúsi. Eijrarbakka. Af skarlatssótt sá ég 1 tilfelli á Gljúfri í Ölfusi í sumar. Það var vægt, en þó glöggt. Síðar heyrði ég að einhver skar- latssóttartilfelli hefðu komið fyrir á árinu á „Barnaheimilinu“ í Hveragerði í Ölfusi, en mér hefir ekki verið tilkynnt um það og læknis hér í héraði ekki verið vitjað þangað.1) í lok ágústmánaðar fékk ég skýrslu um 3 skarlatssóttartilfelli í Ölfusi þann mánuð. Skar- latssóttin í Ölfusi barst frá Reykjavík. Grimsnes. Langalvarlegasti faraldur ársins. Barst veikin í janúar í Laugarvatnsskóla með nemendum, sem komu úr jólafríi. Veiktust 40—50 nemendur, sumir allþungt. Mörg tilfellin voru létt, aðeins angina, Htill hiti 1—2 daga, lítið eða ekkert exanthem, og til voru þeir, sem ekkert veiktust, en hreistruðu síðar. Voru allir hinir sýktu einangraðir og hjúkrunarkona fengin til að gæta þeirra, en skólinn því næst einangraður. Var faraldri þessum lokið í marzlok. Eng'inn dó. Veikin barst ekki út frá skólanum. Einstöku tilfelli komu fyrir í vor og sumar, sem stöfuðu frá vermönnum, er komu sunnan úr veiði- stöðvunum. Seint í nóv. gaus svo upp annar faraldur í Laugarvatns- skóla, en þá sýktust aðeins 12 nemendur, og var honum lokið seint í desember. Sótthreinsun fór fram á sjúkraherbergjunum að veikinni afstaðinni í bæði skiptin. Keflavikur. Veikin hélt áfram frá fyrra ár.i og náði talsverðri út- breiðslu í Keflavík og nágrenni. Væg framan af, en síðustu mánuðina þyngri og meira um fylgikvilla. Þar eð veikin hafði verið svo væg' framan af og hafði náð mikilli útbreiðslu, var ekki hægt að stemma stigu fyrir henni, og þó að fólk hefði verið aðvarað um að hafa varúð, var slíku ekki sinnt. Skólum var aldrei lokað í Keflavík, þar sem veikin hélt sig aðallega. Á Vatnsleysuströndinni kom hún á nokkra bæi, síðast í Brunnastaðahverfinu á 1 heiinili, þar sem voru 10 börn, 1) Héraðslæknir hefði ekki átt að láta slíka vanrækslu afskiptalausa.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.