Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Side 70
5. Rauðakrossdeild Akureyrar, Akureyri. Tala meðlima 107. Tekjur
kr. 2936,37. Gjöld kr. 2954,26. Eignir kr. 3672,91. Sjúkravitjanir 676.
6. Kvenfélag Fnjóskdæla, Hálshreppi.
7. Hjúkrunarfélagið Hlin, Höfðahverfi.
S júkrasamlög.
Lögskráð sjúkrasamlög eru sem hér segir:
Sjúkrasamlag Reykjavíkur ......... með 3352 meðl.1)
— prentara Rvík . . . . . . — 197
— Hafnarfjarðar . . . . . . — 334
— Akraness . . . — 197
— Sauðárkróks .... . . . — 154
— Siglufjarðar ... — 176
— Akureyrar . .. — 124
— Seyðisf jarðar .... . . . — 152
— Fljótshlíðar . . . — 77
— Holtahrepps . . . — 60
Samtals með 4823 meðl.
Meðlimatalan er þannig 4,2% af íbviatölu landsins, og hefir enn
lækkað svo að verulegu nemur síðan árið fyrir. Þó er þess að gæta, að
samkvæmt hinni nýju heimild í sjúkrasamlagslögunum voru á árinu
stofnuð 2 sjúkrasamlög í skólum, Gagnfræðaskólanum á Akureyri og
Héraðsskólanum á Laugum með nærri 250 meðlimum, en reikningar
þeirra ná yfir skólaárið 1934—35, og verða þau því talin með árinu
1935 í næstu skýrslu.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Hagur Sjúkrasamlagsins fer batnandi. Að vísu hefir
meðlimum fækkað um 16 á árinu, en eignir þess hafa aukizt um kr.
202,38. Hjúkrunarfélag Akraness hefir því miður hnignað á árinu.
Félögum hefir fækkað um 45 og eignir minnkað um kr. 228,39. Fé-
lagið heldur hjúkrunarstúlku með 125 kr. mánaðarlaunum.
Patreksjj. Hjúkrunarfélagið Hjálp heldur hjúkrunarstúlku með 600
kr. árslaunum. Þeir, sem hjálpina þiggja, greiða kr. 1,50 á dag.
Bíldudáls. Hjúkrunarfélagið Samúð í Bíldudal hefir aðeins starfað
á þann hátt, að það hefir styrkt 2 sjúklinga með 150 krónum.
Akureyrar. Þetta 10. aldursár Rauðakrossdeildarinnar var starfinu
haldið áfram líkt og árið á undan. Jónas Rafnar lét af störfum við
berklavarnarstöðina í ársbyrjun, og héraðslæknir gegndi þeim störfum
þar til um miðjan októbermánuð. Þá tók við Jón læknir Steffensen.
Eftir að Jónas læknir Rafnar hætti störfum, skipti allmikið um að-
sókn sjúklinga. Á berklavarnarstöðina komu aðeins 24 nýir berkla-
sjúklingar á árinu, af þeim voru 17 hlustaðir. Aðrir sjúklingar voru
63. Hjúkrunarkonan vitjandi 676 sjúklinga í heimahúsum, þar af
1) Tölur þessar eru, eins og áður í þessum skýrslum, meðal-meðlimatölur samlag-
anna, svo sem þær eru gefnar upp til atvinnumálaráðuneytisins og framlag ríkis-
sjóðs er miðið við.