Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Page 142
140
þess að fara með heim til sín. Var þar lýst tilgangi með Schickprófi
og bólusetningu og getið um óþægindi — þrota á stungustað og hita
1—2 daga á eftir —, sem vænta mátti í ca. 10% tilfella, eftir því sem
reynsla erlendis hafði svnt.
Áfast upplýsingablaðinu var eyðublað fyrir beiðni um bólpsetn-
ingu, og skyldu foreldrar eða forráðamenn barnsins undirrita það
og senda til baka í skólann.
Þátttaka var miklu meiri en búizt var við, eins og sjá má af þess-
um tölum:
Tafla II.
Tala skóla- barna Þátttak- endur (mættir) °/o
Miðbæjarskólinn 1400 1277 91.2
Austurbæjarskólinn 1611 1426 88.5
Mýrarhúsaskólinn 46 43 93.5
í marz var svo byrjað að Schickprófa. Reaktionin var að jafnaði
dæmd eftir 4 daga, og voru þau börn, sem reyndust Schick -f- þá
þegar bólusett, en þeim, sem voru Schick -f- sleppt. Ef nokkur vafi
lék á um reaktionina eftir 4 daga, væri t. d. vottur um traumatiska
reaktion, var og bólusett. Voru þannig nokkur börn bólusett, sein í
rauninni voru Schick en þetta var gert til öryggis því, að þeim
sem væru veikt positiv yrði ekki sleppt.
Á nokkrum börnum (ca. 1%) kom fram pseudoreaktion, er hélzt
svo lengi, að eigi varð dæmt um prófið með vissu. Þessi börn voru öll
bólusett, en eru ekki talin með í töflu III um árangur Schickprófs.
Loks voru þau börn, er ekki náðist til er Schickpróf fór fram eða
ekki mættu til aflestrar á réttum tíma, bólusett án frekari prófunar.
Alls voru 2666 börn Schickprófuð, og var dæmt að fullu um 2274
þeirra.
Tafla III.
1935 1932
Fjöldi prófana’ Fjökli Scliick-f- ’/o-f- S. D.i Fjöldi prófana Fjöldi Schick-i- 0/o±- S. D.
8 ára .... 315 25 7.94 ± 1.52 136 19 13.97 ± 2.97
9 .... 369 29 7.86 ± 1.40 144 21 14.58 ± 2.94
10 — .... 382 30 7.85 ± 1.38 158 25 15.82 ± 2.90
11 — .... 407 42 10.32 ± 1.51 145 25 17.24 ± 3.14
12 .... 388 51 13.14 “f- 1. / 2 129 34 26.36 ± 3.88
13 — .... 337 55 16.32 ± 2.01 98 33 33.60 ± f-77
14 — .... 76 10 15.15 ± 4.10 )) )) )) ))
1) S. I). = »standard deviation«