Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Qupperneq 9
L
7
vegna landgæða og hlunninda af þeim, sem flest verkafólk getur not-
fært sér.
Hóls. Fiskazt hefur sæmilega og fjárhagsafkoma fólksins góð.
ísafi. Afkoma sæmilega góð við sjóinn, sérstaklega á síldarvertíð-
inni. Hjá bændum var heyskapur ágætur og verðlag afurða hið bezta.
Hesteijrar. Almenn afkoma, þrátt fyrir litla framleiðslu, sæmileg
vegna verðlagsins.
Blönduós. Afkoma góð og væri ágæt, ef bústofn manna hefði ekki
mjög gengið saman vegna sauðfjársjúkdóma.
Sauðárkróks. Afkoma yfirleitt góð bæði til lands og sjávar, en þó er
fremur dauft yfir atvinnulífinu á Sauðárkróki, með því að útgerð er
heldur minnkandi, og verða margir að leita sér atvinnu fjarri heim-
ilum sínum.
Hofsós. Afkoma manna með bezta móti og verðlag hátt. Vinnu-
laun hækka sífellt, og gætir mjög manneklu við Skeiðsfossvirkjun í
Fljótum.
Ólafsfi. Afkoma manna má yfirleitt teljast góð vegna hinnar miklu
atvinnu. Rúmlega eitt hundrað manns fóru til Suðurnesja eftir nýár
til atvinnu, ýmist í hraðfrystihús eða útg'erð.
Höfðahverfis. Afkoma bænda á árinu mun hafa orðið góð, en af-
koma manna við sjávarsiðuna misjafnari.
Þistilfi. Fiskveiðar heldur rýrar, þrátt fyrir góðar gæftir. Afkoma
manna heldur lakari en árið áður.
Vopnafi. Fiskafli rýr, og lilutur sjómanna á opnum vélbátum —
trillum — yfir sumarið mun hafa verið í kringum 2000 krónur. At-
vinna á landi var næg og tekjur landverkamanna yfirleitt miklu
meiri en sjómannanna. Afkoma bænda miklu lakari en árið áður.
Seyðisfi. Almenn afkoma fólks í kaupstöðum tæplega eins góð og
undanfarandi ár, því að nú er engri setuliðsvinnu lengur til að dreifa.
Berufi. Afkoma manna yfirleitt góð til sveita, en hér á Djúpavogi
með verra móti, því að vertíð brást að mestu.
Hornafi. Almenn afkoma góð. Vertíð þó léleg.
Rangár. Þrátt fyrir 9,4% tilslökun frá verði á landbúnaðarvörum
samkvæmt dýrtíðarlögum og vanefndir á því, að greiddar væru ýms-
ar tilskildar uppbætur, svo sem fyrir ull og gærur, var afkoma sæmi-
leg, og stafar það af því, að allur almenningur bænda leggur miklu
meira á sig' við vinnu en aðrar stéttir. Er svo komið, bæði sökum
fólkseklu og hárra vinnulauna, miðað við verð landbúnaðarvöru, að
ókleift má teljast að fá nokkra vinnu að, enda er það svo um þá fram-
leiðendur, sem ýmissa orsaka vegna verða að reka búskap með að-
keyptu vinnuafli, að búskapurinn ber sig hvergi nærri.