Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Page 18
1(3
burt og engir utan héraðs komið í staðinn. 1 af þessum bæjum er
nú í eyði. Utlit er fyrir, að þetta haldi áfram.
Grimsnes. Fólki hefur ekki fækkað í héraðinu að þessu sinni.
Keflavíkur. Sökum aukins útvegs sækir fólk talsvert hingað Eink-
um fjölgað innfluttu fólki í Keflavík.
III. Sóttarfar og sjúkdómar.
Með örfáum undantekningum telja læknar, að heilsufar á árinu
hafi verið sæmilegt, eða jafnvel óvenjulega gott. Farsótta gætti til-
tölulega lítið, og að undan teknum leifum mislinga- og inflúenzu-
faraldurs frá síðast liðnu ári, mátti landið heita laust við aðvífandi
sóttarfaraldra. Af hinum aigengustu innlendu sóttum virðist kverka-
bólgu hafa gætt með minna móti, en andfæra- og iðrakvefs fyllilega í
meðallagi. Hins góða heilsufars sér stað i dánartölu ársins, sem er
lægri en áður hefur verið skráð. þ. e. 9,6%c (lægst áður 1939: 9,7%c).
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Heilsufar gott í héraðinu og betra en næsta ár á undan, og
mátti þó telja það gott þá.
Hafnarfj. Heilsufar sæmilegt.
Borgarnes. Sóttarfar og sjúkdómar ekki yfir meðallag. Farsóttir i
minnsta lagi.
Dala. Mannheilt í bezta lagi.
Regkhóla. Sóttarfar var mjög lítið framan af árinu, en jókst, er
fram kom á sumarið, þótt ekki væri um neinar alvarlegar farsóttir
að ræða.
Bíldudals. Sóttarfar í meðallagi.
Flateyrar. Heilsufar mjög gott.
Hóls. Mjög kvillasamt.
ísafj. Heilsufar aldrei betra síðan árið 1939.
Hesteyrar. Heilsufar með bezta móti á árinu.
Hólmavíkur. Heilsufar yfirleitt sæmilegt.
Sauðárkróks. Heilsufar með bezta móti í héraðinu, einkum síðara
hluta árs.
Ólafsfj. Heilsufar á árinu yfirleitt gott.
Svarfdæla. Heilsufar gott í héraðinu yfirleitt
Akureyrar. Heilsufar með hezta móti á árinu.
Höfðahverfis. Heilsufar með betra móti.
Reykdæla. Heilsufar með bezta móti.
Þistilfj. Heilsufar í meðallagi. Umgangskvillar vægir.
Vopnafj. Heilsufar sæmilegt.
Seyðisfj. Almennt heilsufar yfirleitt gott allt árið.
Fáskrúðsfj. Heilsufar i meðallagi.
Berufj. Heilsufar sæmilegt og mjög gott 3 síðustu mánuði ársins.
Hornafj. Heilsufar allsæmilegt.
Síðu. Heilsufar yfirleitt gott.
Mýrdals. Segja má, að heilsufar hafi verið mjög gott.