Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Page 19
17
Rangár. Heilsufar frekar gott á árinu.
Grímsnes. Heilsufar ágætt allt árið.
Keflavíkur. Talsvert kvillasamt.
A. Farsóttir.
Töflur II, III og IV, 1—27.
1. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Töflur II, III og IV, 1.
Sjúklingafjöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl......... 6036 4175 6713 6417 5528 5175 4781 5506 5608 4793
Dánir ........ 1 1 1 1 „ „ 1 „ 1 2
Kverkabólga virðist hafa verið öllu fátíðari en gengið liefur og gerzt
undanfarin ár og er aUk Jiess almennast talin hafa verið yfirleitt
væg.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Allmiklu minna þetta ár en næsta ár á undan.
Skipaskaga. Stakk sér niður alla mánuði ársins, en mest um vorið
og um haustið.
Borgarfj. Viðloðandi alla mánuði ársins.
Borgarnes. í færra lagi og aldrei sem regluleg farsótt. Batnar
gjarnan fljótt við súlfalyf, og er mikill munur við að fást en áður var.
Ólafsvikur. Stakk sér niður.
Dala. Nokkur tilfelli flesta mánuði ársins. Skar þrisvar í igerð í
hálsi.
Reykhóla. Stakk sér niður sumarmánuðina.
Patreksfj. Stakk sér niður flesta mánuði ársins, sérstaklega marz—
júní.
Bíldudals. Gerir meira og minna vart við sig flesta mánuði ársins.
Þingeyrar. Stungið sér niður allt árið. Má teljast í meðallagi. 3 al-
varleg tilfelli með ígerð.
Flateyrar. Dreifð um allt árið, væg.
Hóls. 2 börn fengu bráða nýrnaveiki. Vera má, að það hafi verið
upp úr vægri hálsbólgu. Batnaði.
Isafj. Með minnsta móti.
Ögur. Örfá tilfelli.
Hólmavíkur. Gekk um svipað leyti sem kvefsóttin.
Miðfj. Stöku tilfelli, en alltaf væg.
Blönduós. Með minna móti. Sum tilfellin þó einkennilega mögnuð.
Svo var um unglingsmann, sem kom úr Reykjavík milli jóla og nýárs
árið áður, lagðist með igerðarbólgu í hálsinum, og var stungið á henni,
ón þess að gröftur næðist út. Pilturinn var fluttur á spítalann, með-
fram fyrir þá sök, að móðir hans var þess fýsandi, og lá hann þar í
ársbyrjun. Að sjálfsögðu var gefið prontosíl, sem mér finnst áhrifa-
minna við kverkabólgu en flestar aðrar graftarbólgur. Svo vel vildi
3