Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Side 25
23
aðar ástungur til að bæta úr vanlíðan. Mixt. natr. salicyl. í stórum
skömmtum virtist lítil eða engin áhrif hafa. Súlfalyf voru reynd með
sama árangri. Var sjúklingurinn að lokum sendur suður í Lands-
spítalann og liggur þar enn, er þetta er ritað (i marz 1945), við lít-
inn bata.
Keflavikur. Heldur væg. Allir fengu fullan bata.
7. Taugaveiki (febris typhoidea).
Töflur II, III og IV, 7.
S júklingafjöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl........ 24 9 20 3 fi 3 4 5 „ 4
Dánir ....... 1 „ 2 „ 1 „ „ „ „
Er getið í 3 héruðum (ísafj., Ögur og Grímsnes). í Grímsneshér-
aði leystist gáta um smitburð, er Iengi hafði verið kenndur tilteknu
heimili og rakinn til húsfreyjunnar, Ö. Þ-dóttur (sbr. Heilbrigðis-
skýrslur 1931 og næstu ár). Er hér lærdómsríkt dæmi þess, hverrar
varúðar er þörf um ályktanir, þegar úrskurðað er um taugaveikis-
smitburð. Taugaveikissmitun frá þessu fólki virtist mjög bundin við
heimilið. Húsfreyjan hafði áður haft taugaveiki, en bóndinn alls ekki,
svo að kunnugt væri. Auk þess hafði hann mjög víða farið og dvalizt
lengur eða skemur við vinnu utan heimilis, án þess að nokkurn tíma
bæri á, að taugaveiki fylgdi honum. Fyrir þetta var á sínum tima talið
sjálfsag't að flytja konuna á sjúkrahús til nákvæmrar rannsóknar, en
hins vegar látið nægja að taka til rannsóknar nokkur sýnishorn af
saur úr öðru heimilisfólki, þar á meðal bóndanum. Taugaveikis-
sýklar fundust engir, en engu að síður höfðu böndin borizt svo að
heimilinu, að sjálfsagt þótti að gera ráð fyrir smitburði þar, og var
konan, þrátt fyrir hina neikvæðu rannsókn, eftir sem áður talin grun-
samlegust og reyndar ein grunsamleg. Nú gerist það, aldrei þessu
vant, á heimili, þar sem bóndinn hafði verið kaupamaður, að tauga-
veiki kemur þar upp, og svo löngu eftir að hann hafði haft samband
við heimili sitt, að ólíklegt þótti, að hann hefði borið smitið öðru
vísi en í sjálfum sér, enda reyndist svo við gagngerða rannsókn. Var
síðan tekin úr honum gallblaðran, og þegar þetta er skrifað, þykir
sýnt, að hann hafi losnað við smitburðinn. Annars virðist ýmsu enn
ósvarað, sem máli skiptir, um taugaveikissmitburð. Svo sem: Nú er
maður ónæmur fyrir taugaveiki og ekki smitberi í venjulegum skiln-
ingi, en etur ofan í sig lifandi taugaveikissýkla, drekkur t. d. sótt-
mengaða mjólk, ganga þá gerlarnir lifandi niður af lionum?
Læknar láta þessa getið:
Rvik. 1 tilfelli af taugaveiki kom fyrir á árinu, en þó ekki skráð hér.
Var það barn austan úr Grímsnesi (ekki slcráð þar heldur, sjá hér á
eftir), sem var lagt í sjúkrahús Hvítabandsins með óákveðna sjúk-
dómsgreiningu af slarfandi lækni hér í bænum. Þegar það hafði dval-
izt í sjúkraliúsinu nokkurn tíma, kom i ljós, að það hafði taugaveiki,
og var það þá flutt i Farsóttahúsið.