Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Side 39
37
26. Munnangur (stomatitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 26.
S júklingafiöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl........ 140 171 109 145 129 171 102 106 119 102
Svipað framtal ár eftir ár, en víst jafnan mjög vantalið.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Nokkur tilfelli flesta mánuði ársins.
Isnfi. Nokkur tilfelli, allsvæsin, með háum hita og mikilli van-
liðan. Veikin batnaði eftir 7—10 daga. Engin rneðul virtust hafa áhrif
á gang hennar.
Ögur. 1 tilfelli skráð, allþungt, á fullorðnum.
Hólmavikur. Alltaf eitthvað, en sé fæst af þessu.
Sauðárkróks. Stingur sér niður við og við.
Akuregrar. Læknar hafa ekki getið um nein tilfelli á mánaðarskrám,
en þó mun sjúkdómurinn vafalaust eitthvað liafa gert vart við sig.
Fáskrúðsfi. Nokkur tilfelli i einu liúsi (ekki skráð).
Berufi. 1 sjúklingur, 3 ára stúllca (ekki skráð); fékk háan hita og
var þungt haldin. Fleiri sýktust ekki.
Vestmannaeyja. Stungið sér niður á víð og dreif (án þess að skráð
hafi verið). Ekki sjáanlegt samband milli tilfellanna.
27. Hlaupabóla (varicellae).
Töflur II, III og IV, 27.
S júklingafiöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl........ 178 256 292 385 292 245 133 337 516 328
Árið næsta á undan var óvenjulegt hlaupabóluár, og hefur far-
aldurinn rénað nokkuð á þessu ári, en þó gekk veikin enn með meira
móti.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. í október fór að bera á hlaupabólu, og fjölgaði þeim
tilfellum, er á leið. í nóvember kvað mikið að henni, einkum meðal
skólabarna. Voru mörg tilfelli óskráð. Nokkrir fullorðnir fengu veik-
ina, og var hún mun þyng'ri á þeim en hinum yngri.
Borgafi. Gerði með meira móti vart við sig, en var væg.
ísafi. Fáein tilfelli, væg.
Miðfi. Smáfaraldur í maí.
Blönduós. Á bæ einum i Blöndudal og barst þangað rneð unglings-
stúlku, sem kom heitn af Reykjaskóla, einnig á Blönduósi, en þar
breiddist hún ekkert verulega út og hjaðnaði niður eftir áramótin.
Sauðárkróks. Aðeins 1 tilfelli skráð, en vissi þó um fleiri.
Akuregrar. Á mánaðarskrám er getið um 1 tilfelli, en fleiri munu
þó hafa komið fyrir á árinu.
Höfðahverfis. Kom upp á einu heimili, en breiddist ekki út.