Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Síða 41
39
serum ávallt notað, þegar götuóhreinindi eru í sárum. Ég hygg, að
réttast væri að taka hér upp activ immunistatio með Tetanustoxoid
á börnum á heilsuverndarstöð ungbarna, eins og gegn barnaveiki, ef
það skyldi revnast eins hættulaust.
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein. Drykkjuæði.
Töflur V, VI, VII, 1—1, VIII, IX og XI.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Töflur V, VI og VII, 1—3.
S júklinga/jöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Gonorrhoea . 665 632 597 648 492 402 324 246 238 333
Syphilis .... 35 16 8 6 14 67 83 142 84 74
UIcus vener. . 2 1 >> >> >> 2 3 3 2 >>
L e k a n d i: Skráðum lekandasjúklingum fjölgar nú aftur,
hyggur kynsjúkdómalæknir ríkisins, að fækkun þessara sjúklinga á
stríðsárunum hafi að miklu leyti verið sýndarfækkun. Fyrir greiðan
aðgang að súlfalyfjum (m. a. í skipum) hafi margir látið undan falla
að vitja læknis og reitt sig á inntökurnar einar. Fjölgunin, sem nú er
tekið að gæta, eigi rót sína að rekja til þess, að mönnum sé að verða
ljóst, að hin nýju lyf eru í reyndinni engan veginn eins óbrigðul og i
fyrstu var talið, einnig af læknum. Hins vegar má mikið vera, ef hin
skjótfengna lækning, sem unnt er að koma til leiðar með hinum nýju
lyfjum — undir eftirliti lækna — má sín ekkert við að draga úr smit-
hættunni, og kemur slíkt varla til mála.
Sárasótt: Enn er áframhald á þvi, að dragi úr sárasótt, sem
svo mikið kvað að á stríðsárunum og hámarki náði 1942.
Linsæri: Er ekki skráð á þessu ári.
Hér fer á eftir:
Skýrsla til landlæknis fyrir árið 1944
frá Hannesi Guðmundssvni húð- og kynsjúkdómalækni
í Reykjavík.
Gonorrhoea. Sjúklingar mínir með þenna sjúkdóin voru samtals
á árinu 252, eða 76 konur og stúlkubörn og 176 karlar. Af konunum
voru 2 útlendar, af körlum 10. Nú sem áður hef ég einungis skrásett
þá útlendinga, sem hér hafa dvalizt um lengri eða skemmri tima, en
ekki j)á, sem aðeins leita sér læknishjálpar, meðan skip jieirra eru i
höfn. Eftir aldursflokkum skiptust sjúklingar þessir j)annig:
Aldur, ár 1—5 5—10 10—15 15—20 20—30 30—40 40—60 Samt.
Konur . . 3 1 3 13 46 9 1 76
Karlar .. „ „ 18 121 30 2 „176