Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Page 53
51
6. Geitur (favus).
Töflur V—VI.
Sjúklingafiöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl........ 2 1 3 7 3 2 2 „ 1 2
Aðeins getið í einu héraði (Keflavíkur).
7. Kláði (scabies).
Töflur V, VI og VII, 4.
Sjúklingafiöldi 1935—1944:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Sjúkl........ 249 328 455 743 910 1531 1569 828 645 460
Kláði virðist nú í áframhaldandi rénun.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Kláði virðist sifellt fara minnkandi í héraðinu. í tölu skáðra
kláðasjúklinga vantar sjúklinga húð- og kynsjúkdómalæknis ríkisins.
Þrátt fyrir eftirgangsmuni hefur hann ekki skilað neinni vikuskýrslu
um kláða á þessu ári. Hann telur þó kláðafaraldur þann, sem mest
bar á árið 1940 og 1941, hafa haldið áfram að minnka á þessu ári.
Skipaskaga. Varð ekki vart við skólaskoðun. Virðist nú vera lítið
um hann í héraðinu.
Borgarnes. Með minnsta móti.
Regkhóla. Nokkur tilfelli síðustu mánuði árins, flest á einu heimili,
jiangað komin með aðkomubarni.
Hóls. Hefur stungið sér nokkuð niður. Þó hygg' ég kvillann ekki
landlægan hér. Sumir virðast koma með þetta úr Djúpi og Fjörðum,
en aðrir af ferðum sínum kringum landið.
ísafi. Minna áberandi en nokkurn tíma áður.
Ögur. Ekkert tilfelli skráð, en 3 fundust við skólaskoðun.
Hesteyrar. Aldrei þessu vant var ekkert tilfelli á árinu.
Hólmavíkur. Verð var við kláða á hverju ári. Virðist einkum berast
hingað að norðan (úr Víkursveit) og' að sunnan (vermenn).
Miðfi. Nokkur tilfelli eins og venjulega.
Blönduós. Sennilega eitthvað vantalið. Kláði mun hafa borizt úr
Reykjavík og er einkennilega þrálátur, því að illa hefur gengið að
losna við hann, þótt fólkið hefði á þvi allan hug og ég hafi ekki spar-
að við það kláðalyfin.
Sanðárkróks. Síðustu 2 árin eru miklu færri skráðir með kláða en
áður, og er vonandi, að það tákni, að sjúkdómurinn sé i rénun, en
annars hafa menn tilhneigingu til að káka við lækningu sjálfir.
Ólafsfi. 1 fjölskylda sýktist.
Akureyrar. Hefur orðið mjög' lítið vart á árinu.
Höfðahverfis. Hefur lítið orðið vart í héraðinu.
Reykdæla. Gerir vart við sig við og við, og gengur illa að útrýma
þessum kvilla til fulls.