Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Síða 56
54
utanhéraðs. 132 þeirra töldust hafa krabbamein, en 10 sarkmein.
Hinir 28 höfðu ýmist sjúkdóma, sem vegna legu sinnar eða eðlis
verður að telja til illkynja æxla, eða þá, í örfáum tilfellum, að ekki
varð með vissu séð af sjúkdómsgreiningunni, um hvers konar illkynja
æxli hefur verið að ræða. Vitað er með vissu, að af innanhéraðs-
sjúklingum voru 57 og af utanhéraðssjúklingum 31 dánir í árslok.
Meðal yngstu sjúklinganna telst rétt að geta þessara sérstaldega:
harns 1 árs, með illkynja blóðsjúkdóm, 6 ára barns með sarcoma
scapulae, og dó það á árinu, 12 ára drengs með tumor cerebelli. Hann
dó. Loks má nefna 14 ára gamla stúlku með sarcoma femoris. Hún var
skorin í St. Jósepsspítala snemma á árinu og var lifandi í árslok, þá
í sjúkrahúsinu. Skrásetning sjúklinga með krabbamein og illkynja
æxli hefur nú, eins og að undanförnu, verið gerð eftir bókum og
spjaldskrám sjúkrahúsanna í bænum og skýrslu frá Röntgendeild
Landsspítalans.
Borgcirfi. Kona, 79 ára, og maður, 66 ára, bæði með magakrabba.
Konan dó á árinu, en maðurinn lá heima um áramót, banvænn.
Borgarnes. Gamall maður, 86 ára, dó úr ca. ventriculi. Á sextugri
konu greindur ca. í Reykjavík, og dó hún fyrir nýár. Kona um fimm-
tugt með metastasis eftir ablatio mammae utriusque fyrir nokkrum ár-
um. Veslaðist upp í ársbyrjun. Miðaldra bóndi fékk snemma árs
catabasis chronica og var sendur til sérfræðings í Reykjavík. Kom
heim og var veikur allt sumarið. Fór suður um haustið, og var þá
greindur ca. intestini. Dauðveikur þar um nýár.
Bildudals. 2 konur og 1 karlmaður dóu úr ca. ventriculi á árinu.
Þingegrar. 2 tilfelli á árinu. 52 ára karlmaður með ca. mammae,
eða réttara sagt ca. mammillae. Er það í fyrsta sinn, sem ég hef séð
brjóstkrabba í karlmanni. Staðfest með vefjarannsókn. Ablatio
mammae. Er hraustur síðan og vinnufær. Hitt er 58 ára karlmaður
með ca. ventriculi. Var áður búið að gera aðgerð á honum við
ulcus ventriculi. Rlæðing i saur tók sig' skjótlega upp eftir aðgerðina.
Reyndist þá ulcus-cancer. Er moribundus.
Flategrar. Hef ekki séð krabbamein á þessu ári.
ísafi. 7 sjúklingar, þar af 2 úr héraðinu, báðir með húðkrabba, og
batnaði öðrum eftir aðgerð.
Hestegrar. 2 aldraðar konur með sjúkdóminn létust báðar á árinu.
Hólmavíkur. 4 dóu úr krabbameini.
Miðfi. 2 ný tilfelli. Báðir sjúklingarnir dóu.
Blönduós. 4 með krabba, allt karlmenn, og dóu þeir allir á árinu.
Kona, sem hafði lengi gengið með talsvert stóran lærhaul, fékk
malignitas í innihald hans, sennilega út frá ovarium, en kom ekki til
meðferðar fyrr en útsæði var komið upp í brjósthimnu, enda dó hún
eftir stutta dvöl hér á sjúkrahúsinu. Önnur kona um hálffimmtugt
kom með krabba í brjósti, var lögð inn á sjúkrahúsið og meinið skorið
burt. Síðan fór hún til Reykjavíkur og fékk radíum til frekari trygg-
ingar.
Sauðárkróks. 3 nýir sjúklingar, 2 karhnenn með ca. ventriculi og
1 kona með ca, mammae. 5 sjúklingar dóu á árinu úr cancer, 4 úr ca.
ventriculi og 1 iir ca. vesicae urinariae.